Sunnudagur 28.6.1998
Síðdegis fórum við Rut með Sverri Hauki um sýningarsvæðið og skoðuðum það eins og hverjir aðrir ferðamenn. Litum við meðal annars inn í íslenska skálann og var þar mikið um að vera og margir stóðu við ísvegginn til að kæla sig í hitanum. Er óhætt að fullyrða, að þeir sem skipulögðu skálann hafi hitt í mark.