6.9.1998 0:00

Sunnudagur 6.9.1998

Klukkan 11.30 fórum við Rut á Lækjartorg, þar sem forystumenn Bandalags íslenskra listamanna komu saman til stuttrar athafnar í því skyni að minnast 70 ára afmælis bandalagsins. Síðan fór hópurinn á Hótel Borg og snæddi saman hádegisverð, þar rituðum við Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld, forseti BÍL, undir samstarfssamning BÍL og ráðuneytisins. Klukkan 14.00 vorum við síðan komin í Heiðmörk, þar sem sjálfstæðismenn í Reykjavík efndu til hátíðar í veðurblíðunni. Kom í minn hlut að segja nokkur orð og síðan kepptum við þingmenn við borgarfulltrúa í knattspyrnu og lauk leiknum að sjálfsögðu með sigri okkar þingmanna, gerðum við 2 mörk en hinir ekkert.