15.11.1998 0:00

Sunnudagur 15.11.1998

Við Rut fórum síðdegis austur í Skálholt og hlýddum þar á flutning tónlistar eftir Hildegard von Bingen, sem var uppi um svipað leyti og Skálholt varð biskupsstóll. Voru það norrænir og félagar úr Vox feminae, sem fluttu þessa einstöku hugleiðslutónlist.