Sunnudagur 13.4.1997
Sunnudagskvöldið 13. apríl fórum við Rut á tónleika hjá hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík, sem lék undir stjórn Bernharðs Wilkinson í Langholtskirkju, meðal annars lög eftir þrjú tónskáld úr tónfræðadeild skólans, Arnar Bjarnason, Kolbein Einarsson og Sesselju Guðmunddóttur og þá þreytti sópransöngkonan Xu Wen fyrri hluta einsöngvaraprófs. Söng Kór Langholtskirkju í verki Sesselju.