Sunnudagur 29.6.1997
Að kvöldi sunnudags 29. júní fór ég í Borgarleikhúsið og sá leikrit hópsins Augnablik, sem heitir Tristan og Ísól. Enn vakti það athygli mína, að sviðsetningin var þannig, að áhorfendur sátu ekki í salnum heldur á sviðinu með leikendum. Þykir leikendum ekki fært að setja verk á svið með hefðbundnum hætti í Borgarleikhúsinu?