17.9.2020 12:35

Norræn skýrsla kynnt á Bornholm

Af fundinum fór ég sannfærður um að tillögunum er almennt vel tekið, áherslur eru þó mismunandi eins og við var að búast.

Í dag (17. september) sat ég fund með utanríkisráðherrum Norðurlandanna í Sandvig á Bornholm og kynnti þeim skýrslu mína um utanríkis- og öryggismál sem birt var 1. júlí.

Skýrslan hefur síðan verið til skoðunar í ráðuneytum einstakra landa og var forvitnilegt að heyra viðhorf ráðherra til einstakra tillagna en þær eru 14 í skýrslunni. Af fundinum fór ég sannfærður um að tillögunum er almennt vel tekið, áherslur eru þó mismunandi eins og við var að búast. Sumt er þegar komið á rekspöl.

Umræður um skýrsluna eru minni en orðið hefði ef opnir norrænir fundir af ýmsu tagi hefðu ekki verið teknir af dagskrá vegna COVID-19. Mestu skiptir þó að þeir sem báðu um skýrsluna séu sáttir við hana og eftir fundinn hér í Sandvig í dag liggur fyrir að svo er.

Í máli manna kom fram að gildi skýrslunnar og tillagnanna sem hún geymdi hefði ekki minnkað vegna COVID-19 heldur aukist því að brýnt væri að norrænu ríkin létu sameiginlega að sér kveða á alþjóðavettvangi við núverandi aðstæður.

Hér eru nokkrar myndir úr góðviðrinu á Bornholm:

IMG_2095Frá Sandvig _ Srandhotellet með turninum.

IMG_2099Þarna mega bátaeigendur leggja endurgjaldslaust í tvo tíma en verða síðan að greiða í stöðumæli.

EAAg75JoVNLJITpQcLEoglq4e5kVRivgH3eJzXKMtcJjgMeU2iNPBl1bUfwaFallegar gönguleiðir í heilnæmu sjávarloftinu,

IMG_2104Rústirnar af Hammershus-miðaldakastalanum á norðurodda Bornholm draga að sér hundruð þúsunda ferðamanna ár hvert.