5.8.2018 8:01

Nokkrar myndir frá Bayreuth

Nokkrar myndir frá síðdegisgöngu í Bayreuth laugardaginn 4. ágúst.

Img_6675Þessi mynd er tekin við gröf Richards Wagners í garði hússins sem hann reisti í Bayreuth fyrir sig og fjölskyldu sína og kallaði Wahnfried. Húsið er opið almenningi til sýnis.

Img_6684Það var mikill mannfjöldi saman komin á aðaltorgi Bayreuth við vínsmökkun og tónleika.
Img_6742Þetta glæsilega fuglahús hékk í almenningsgarði.
Img_6686Sólarlagið var tignarlegt í lok dags þar sem hitinn fór yfir 30 stig.