Myndasyrpa úr Fljótshlíð
Miðnæturbirtan 22. júní 2019 var einstök
Í dag sunnudaginn 23. júní er leiklestur og tónlist hjá okkur Rut að Kvoslæk klukkan 15.00. Hér eru nokkrar myndir sem ég hef tekið í blíðunni í sumar. Efsta myndin er tveggja vikna gömul. Hinar eru frá því í gær, 22. júní. Efsta myndin af þeim er tekin síðdegis en hinar á miðnætti og þar er litið til allra höfuðátta.
Kvoslækur í Fljótshlíð.
Horft til Eyja í síðdegisbirtu.
Myndin er tekin nákvæmlega kl. 00.00 22, júní og þarna sést Eyjafjallajökull í austri.
Miðnæturmynd í suður til Vestmannaeyja. Skýin dönsuðu í átt að sjónum.
Miðnæturmynd, reyniviður í vestri.
Miðnæturmynd í norðvestur.
Miðnæturmynd af hlöðugafli.
Miðnæturmynd af Þríhyrningi í norðri.