20.8.2023 10:46

Myndasaga úr Öskjuhlíð

Líklega mun umhverfis- og skipulagsráð ræða um gildi skógarins í Öskjuhlíð á sama tíma og ráðið ákveður að byggt skuli á opnu svæði í Efra-Breiðholti til að auka „félagslegan fjölbreytileika“. 

Í gær var hér fjallað um viðbrögð borgaryfirvalda vegna óska Isavia um að skógur verði grisjaður í Öskjuhlíð til að auka flugöryggi. Af hálfu meirihluta borgarstjórnar hafa tilmælin verið notuð til að efna enn og aftur til deilna um framtíð flugvallarins. Er magnað að verða vitni að slíkri opinberri skemmdarverkastarfsemi gegn þessari samgönguæð.  Í sömu andrá er meira segja gengið svo langt af meirihlutanum að láta eins og honum sér sérstaklega annt um græn svæði innan borgarmarkanna. Líklega mun umhverfis- og skipulagsráð ræða um gildi skógarins í Öskjuhlíð á sama tíma og ráðið ákveður að byggt skuli á opnu svæði í Efra-Breiðholti til að auka „félagslegan fjölbreytileika“. 

Lesendur síðunnar létu skoðun sína á máliniu í ljós á Facebook. Þar kom meðal annars fram að miðað við að borgin teldi það kosta 500 milljónir að fella trén að ósk Isavia fengju skógarhöggsmenn 170 þúsund krónur fyrir að fella hvert tré! 

Hér verða birtar nokkrar myndir úr Öskjuhlíðinni 19. ágúst 2023:
IMG_7857

Þarna kemur flugvél til lendingar og flýgur yfir trjátoppanna síðasta spölinn niður hlíðina.
IMG_7813

Sé gengið upp að Perlu frá gatnamótunum við Valsheimilið verða þessi tré fljótt á vegi göngumannsins, þau hafa farið svona við gerð stígsins sem er uppýstur og upphitaður. Við hann eru þó engar leiðbeiningar um að hann liggi að Perlunni.
IMG_7812

Svona er umhorfs við kanrtinn á göngustígnum.
IMG_7823

Þar sem lággróður fær að njóta sín situr fólk og nýtur útsýnis yfir flugvöllinn og gamla hluta borgarinnar. 
IMG_7831-1-_1692525097777

Þegar friðsæll útsýnisstaðurinn er kvaddur er gengið inn á grófa. hálfkaraða braut Perlufestarinnar eins og borgin kallar hringveg sem lagður er á hennar kostnað umhverfis Perluna. Í útboði vegna vegarins var gert ráð fyrir að ryðja þyrfti um 2.600 fermetrum af trjágróðri á brott. Hvað verður í þessu útskoti og hvenær kemur í ljós.
IMG_7841

Skilitið gefur til kynna að þarna séu menn að vinnu. Grjótmulningurinn í stígnum er svo grófur að erfitt er að ganga hann. Framkvæmdir við Perlufestina hófust 2020 og þessi stígur hefur staðið illa fær gangandi og hjólandi í nokkur misseri.
IMG_7842

Það er gert ráð fyrir ýmsum lögnum í stíginn.
IMG_7827

Perlufestin er ekkert djásn í Öskjuhlíðinni,

IMG_7834

Sjaldséður skógarstígur.

IMG_7854

Skógurinn hefur ekki aðeins verið grisjaður vegna Perlufestarinnar.

IMG_7860Í hlíðarjaðrinum við Fossvoginn voru maraþonhlauparar á ferð.

IMG_7861Þetta friðsæla rjóður er í Fossvogskirkjugarði. Þar geta gestir og gangandi notið hvíldar á bekkjum. Hvers vegna ekki í brekkunni handan hlíðarinnar? Þar mynda trén eins og virkisvegg um Perluna. Geil í þann vegg mundi opna Öskjuhlíðina fyrir mannlífi „félagslegum fjölbreytileika“ og öruggleg jafnframt stuðla að líffræðilegri fjölbreytni.