6.8.2024 10:45

Musk stjórnar Trump en ekki Sir Keir

Sir Keir Starmer, forsætisráðherra Breta, brást við á annan hátt en Trump þegar Musk sagði álit sitt á óeirðunum sem hafa verið í Bretlandi í eina viku og fara harðnandi.

Frumkvöðullinn og auðjöfurinn Elon Musk lætur að sér kveða í bandarískum og breskum stjórnmálum um þessar mundir. Hann er eigandi samfélagsmiðilsins X, áður Twitter, og notar hann til að koma ár sinni fyrir borð á stjórnmálavettvangi.

Eftir að skotið var á Donald Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, 13. júlí sl. lýsti Musk yfir stuðningi við Trump í forsetakosningunum. Hann hefur hins vegar neitað orðrómi um að hann hafi gefið 45 milljónir dollara í kosningasjóð Trumps.

Laugardaginn 3. ágúst sagði Trump að hann ætti ekki „annan kost“ en að vera hlynntur rafmagnsbílum vegna þess að Musk styddi sig. Trump lagði sig þó jafnframt fram um að gagnrýna hvernig staðið væri að framleiðslu rafmagnsbíla og stefnu Joes Bidens Bandaríkjaforseta um fjölgun rafmagnsbíla.

Í ræðu á kosningafundi í Georgíu sagði Trump áheyrendum sínum að hann styddi rafmagnsbíla en væri samt þeirrar skoðunar að fólk ætti áfram að eiga aðgang að bensín- eða dísilbílum. Trump sagði:

„Ég er hlynntur rafmagnsbílum. Ég verð að vera það því að eins og þið vitið er Elon mjög öflugur stuðningsmaður minn. Þess vegna á ég engan annan kost.“

Þá tók hann fram til skýringar að hann vildi að rafmagnsbílar yrðu aðeins „lítil sneið“ bílaframleiðslunnar.

Þarna fer ekkert á milli mála. Trump játar að ganga erinda Musks og Teslunnar enda njóti hann stuðnings auðjöfursins.

Screenshot-2024-08-06-at-08.27.10Elon Musk og Sir Keir Starmer

Sir Keir Starmer, forsætisráðherra Breta, brást við á annan hátt en Trump þegar Musk sagði álit sitt á óeirðunum sem hafa verið í Bretlandi í eina viku og fara harðnandi.

Bresk stjórnvöld segja að ýtt sé undir óeirðirnar á samfélagsmiðlum. Hvöttu þau fyrirtækin sem standa að baki þessum miðlum, þar á meðal X, til að sýna meiri árvekni með því að fjarlægja falsfréttir og upplýsingafalsanir sem ýttu undir ofbeldisverk.

Musk tók þetta réttilega til sín sem eigandi X og notaði miðil sinn til að segja „borgarastríð óhjákvæmilegt“ í Bretlandi. Talsmaður forsætisráðherrans hafnaði þessari fullyrðingu algjörlega mánudaginn 5. ágúst og sagði: „Ekkert réttlætir ummæli af þessu tagi og það sem við höfum séð gerast hér á landi er skipulagt ofbeldi sem á hvorki að líðast á götum úti né á netinu.“

Eftir að Sir Keir hafði sagt sunnudaginn 4. ágúst að stjórnvöld myndu „ekki þola árásir á moskur eða á hverfi múslíma“ spurði Musk síðdegis mánudaginn 5. ágúst á X: „Ættir þú ekki að hafa áhyggjur af árásum á hverfi allra?“ Hann bætti síðan um betur í þriðju færslunni þegar hann sagði að framkvæmd löggæslu vegna óeirðanna virtist „hlutdræg“.

Breski innanríkisráðherrann, Yvette Cooper, segir að eins og málum sé háttað verði samfélagsmiðlar að fjarlægja refsivert efni af síðum sínum án þess að draga það á langinn. Segist ráðherrann ætla að ræða þetta við forráðamenn miðlanna.

Fréttaskýrendur benda á hinn bóginn á að bresk stjórnvöld virðist hafa takmarkaðar heimildir til að hefta birtingu efnis á samfélagsmiðlum