MR64 í Madrid
Árgangur MR64 er nú í árlegri utanferð, að þessu sinni til Madrid, höfuðborgar Spánar.
Árgangur MR64 er nú í árlegri utanferð, að þessu sinni til Madrid, höfuðborgar Spánar, þar sem enn hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn eftir kosningar til þings 23, júlí 2023. Vinstri stjórn landsins missti meirihluta sinn án þess að hægri menn fengju hreinan meirihluta. Spurning er hvort forsætisráðherra sósíalista sem nú leiðir starfsstjórn veitir katalónískum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf til að fá stuðning þeirra eða gengið verði til kosninga á ný
Þetta var ekki á dagskrá okkar í MR64-hópnum á fyrsta degi heldur skoðunarferð um Madrid. Hér birtast nokkrar myndir frá mánudeginum 18. september.
Fyrst var stoppað við nautaatshringin í Madrid.
Nautabanar eru þjóðhetjur á Spáni.
Fyrir framan hringinn eru listaverk nautabönum til heiðurs....
og einnig nautunum.
Þá var ekið fram hjá leikvangi Real Madrid sem gengur í endurnýjun lífdaga.
Stytta af Kristófer Kólumbusi sem sigldi til Ameríku 1492 hefur verið á ýmsum stöðum í Madrid í áranna rás. Nú stendur hún á miðju torgi sem ber nafn hans.
Þar sem Kólumbus stóð áður er þetta 12 metra höfuð Júlíu efttir Jaume Plensa. Í texta er Kólumbusi lýst sem sæfara frá Genúa. Er það til marks um endurritun sögunnar? Í rómönsku Ameríku finnst mörgum óþarft að hampa landafundamanninum Kólumbusi. Fyrir utan að hann fann ekki Ameríku eins og við vitum.
Höfð var viðdvöl á Plaza Mayor – Miklatorgi, í hjarta gamla bæjarins,
Á Miklatorgi og víðar mátti sjá sölumenn sem báru varnig sinn á þann hátt að þeir gætu hlaupið með hann á brott birtust eftirlitsmenn löglegra viðskiptahátta.
Elsti borgarhlutinn í Madrid komst nýlega á heimsminjaskrá UNESCO,