21.9.2025 10:47

MR-64 á Madeira 2

Hér eru nokkrar myndir úr skoðunarferð MR-64 árgangsins á Madeira 20. september 2025.

IMG_2699í um 550 m fyrir ofan Funchal er hitabeltisgarðurinn Monte Tropical – skrautgarðut með trjám frá öllum heimshornum sem rekur sögu sína aftur til loka 19. aldar en var endurreistur úr niðurníðslu fyrir um 40 árum og nýtur nú vinsælda sem áfangstaður ferðamanna, Unnt er að komast þangað með kláfi úr miðborginni.

IMG_2704Í garðinum hvíla flamingóar á einum fæti.

IMG_2711Þarna var einu sinni glæsihótel sem naut vinsælda aðals og auðmanna í Evrópu fram á miðja síðustu öld. 

IMG_2721

er kirkjan Igerja de Nossa Senhora de Monte. Sá maður sem fæddist fyrstur á Madeira ákvað 1470 að reist yrði kapella helguð heilagri guðrsmóður. Hafist var handa við kirkjusmíðina í 595 m hæð árið 1741 og árið 1818 var kirkjan vígð. Karl I. og IV. Austurríkiskeisari  f. 1887 andaðist í útlegð á Madeira árið 1922 og hvílir hann í kirkjunni.

IMG_2731 Sjávarþorpið Camara de Lobos, skammt frá Funchal, er talið einn elsti landnámsstaður eyjunnar.

IMG_2734Lífgað upp á mannlífið með litríkum dósum.

IMG_2736Fagurlega skreyttur húsgafl til heiðurs sjósókn og sjómönnum.