MR-64 á Madeira 1
Hér eru nokkrar myndir úr ferð MR-64-árgangsins til Madeira undir forsjá Bændaferða og fararstjórn Kristínar Jóhannsdóttur.
Í gmla bænumí Funchal, höfuðborg Madeira.
Á markaðnum var unnt að kaupa fiskinn espada, sérgerð Madeira af sverðfisski sem er sagður góður með steiktum banönum.
Þarna kenndi margra grasa.
Kvöldljósin glitra í hæðunum fyrir ofan Funchal.
Ekki fyrir lofthrædda. Í Cabo Girão var árið 2012 gerður glerpallur yfir hamra í meira en 500 m yfir sjávarmáli.
Fimm hundruð metrar niður í sjávarmál.
Betra að vera í bílbelti.
Fróðleikurinn um mæðraveldi banana var ótæmandi á göngu um ræktunarsvæði í Lugar de Baixo í Panta do Sol héraði.
Jarðgöngin eru óteljandi og vegir á hæstu tindum til fyrirmyndar. Hér er ekið um Paul da Serra hásléttuna í yfir 1.000 m hæð við hlið vegarins eru Rabaca-gljúfrin sem eru á heimsminjaskrá UNESCO.
Á nyrsta odda eyjarinnar í Porto Moniz eru náttúruböð.