8.9.2022 6:08

Minningar frá Lissabon

Nokkrar myndir frá heimsókn til Lissabon sem ekki er lokið. Um 70 manna hópur úr MR-árgangi 64 er hér á ferð um þessar mundir.

 

Lissabon, höfuðborg Portúgals, stendur á norðurbakka árinnar Tagus sem rennur í vestur frá Spáni út í Atlantshafi. Þaðan héldu sæfarar á 15. öld út á öll heimshöfin alla leið til Macau í Kína og Japans. Hér skal sú saga ekki rakin heldur birtar nokkrar myndir frá heimsókn til Lissabon sem ekki er lokið. Um 70 manna hópur úr MR-árgangi 64 er hér á ferð um þessar mundir.

BrekkurBrekkurnar í gamla bænum geta verið þungar undir fæti í tæplega 30 stiga hita. Lissabon er sögð reist á sjö hæðum eins og Róm en þær eru mun fleiri.

HiuisgaflÁ þessun húsgafli má sjá freskur tengdar heilögum Antoníusi, dýrlingi borgarinnar.

RustirJPGÍ hlíð einni hafa fundist rústir af um 4.000 gesta rómversku leikhúsi.

ExpoEXPO - heimssýning var í Lissabon árið 1998. Þjóðardagur Íslands var undir lok júní. Fánar þátttökuþjóðanna blakta enn á sýningarsvæðinu.

KotturÞessi köttur úr öskutunnum er á gamla Expo-svæðinu. Hann er stæling á blómahundi í Bilbao.

BruinBruin-IIár íBruin-IIIHér eu þrjár myndir af 17 km langri Vasco da Gama brúnni sem lokið var við af 5.300 manns á 18 mánuðum fyrir EXPO 1998. Rætt hefur verið um Sundabraut í meira en 20 ár án þess að smíði sé hafin. Það tók 18 mánuði að skipuleggja og hanna Vasco da Gama brúna. Þrjú ár í allt og brúin á að duga í 120 ár.

HenrikJPGHinrik sæfari er þjóðhetja Portúgala, hann lagði grunn að siglíngum þeirra um heimshöfin. EXPO 1998 var til að minnast þess að 500 ár voru liðin frá því að Vasco da Gama fann Indland.

IMG_5632Markreifinn af Pombal gnæfir í Lissabon garði sem ber nafn hans. Hann stjórnaði heimsveldi Portúgala á 18. öld sem helsti ráðgjafi Jóseps 1. konungs. Hann endurreisti Lissabon eftir jarðskjálftann mikla 1755 og endurskipulagi stjórnkerfi ríkisins á 27 ára ferli sínum sem embættismaður konungs.