4.6.2017 11:58

May flytur magnaða ræðu

Theresa May, forsætisráðherra Breta, hefur nú sagt öfgahyggju íslamista stríð á hendur eftir hryðjuverk í London í gærkvöldi, þriðja hryðjuverkið í Bretlandi síðan í mars.

Barack Obama Bandaríkjaforseti var oft gagnrýndur fyrir að vilja ekki í ræðum sínum viðurkenna rót hryðjuverkanna á Vesturlöndum síðari ár. Hann forðaðist að tala um öfgahyggju íslamista en fór almennum orðum um nauðsyn þess að sýna öllum sjónarmiðum skilning.

Donald Trump barðist á allt öðrum forsendum til sigurs í bandarísku forsetakosningunum. Eftir að hann varð forseti hefur hann gripið til ýmissa ráða til að vekja athygli á nauðsyn þess að uppræta öfgahyggju meðal múslima. Þetta var boðskapur hans á ferð til Sádi-Arabíu og Ísraels fyrir tveimur vikum.

Theresa May, forsætisráðherra Breta, hefur nú sagt öfgahyggju íslamista stríð á hendur eftir hryðjuverk í London í gærkvöldi, þriðja hryðjuverkið í Bretlandi síðan í mars.

„Nú er nóg komið“ sagði May í magnaðri ræðu í Downing-stræti að morgni hvítasunnudags. Hér má lesa þýðingu á meginhluta ræðunnar.

Gengið verður til þingkosninga í Bretlandi fimmtudaginn 8. júní. Efasemdir hafa verið um ágæti May í kosningabaráttunni. Kannanir sýna minnkandi bil milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins.

Verði ræða May um hertar aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum íslamista ekki til að treysta hana í sessi er fátt henni til bjargar.