27.4.2023 8:52

Mannvirki Mússólínis

Nú þykja mannvirkin ein skýrasta arfleifð húsagerðarlistar í anda Mussólínis.

Spor eftir Benito Mussolini fastistaforingja má sjá víða á Ítalíu meðal annars á íþróttaleikvanginum mikla, Foro Italico, í Róm undir hlíðum Monte Mario. Hann var reistur á árunum 1928 til 1938 og hét þá Foro Mussolini, það er Vettvangur Mussólínis. Hugmyndin að baki hans eru rómversku torgin (forum) á keisaratímanum. Nú þykja mannvirkin ein skýrasta arfleifð húsagerðarlistar í anda Mussólínis. Tilgangur hans var að búa í haginn fyrir Ólympíuleika í Róm árið 1940. Af þeim var að sjálfsögðu ekki en leikvangurinn var notaður árið 1960 þegar Ólympíuleikarnir voru í Róm.

Við leikvanginn er íþróttaháskóli sem var tekinn í notkun árið 1932. Á milli bygginganna, við breiðgötu og brú yfir Tíberfljót er 17,5 m há broddsúla, er nafnið Mussolini rist í marmarann, kallast hún Stele Mussolini.

Þarna er Stadio dei Marmi, Marmara-leikvangurinn. Umhverfis hann sýna risastórar styttur íþróttamenn, fulltrúa ólíkra íþróttagreina. Gáfu einstök héruð Ítalíu stytturnar.

Við leikvanginn eru höfuðstöðvar Ólympíunefndar Ítalíu. Þarna skammt frá er Palazzo della Farnesina, aðsetur ítalska utanríkisráðuneytisins frá árinu 1959.

Myndirnar tala sínu máli:

IMG_7119

Studio Marmari - stytturnar umlykja leikvanginn.

IMG_7115IMG_7114IMG_7111Stele Mussolini - broddsúla Mussólínis.

IMG_7109Höfuðstöðvar Ólympíunefndar Ítalíu.