27.4.2020 12:32

Lýst sigri í COVID-19-orrustu á Nýja-Sjálandi

Þjóðir koma með mismunandi ímynd frá COVID-19. Ný-Sjálendingur fá til dæmis mjög jákvæða umfjöllun og rætt er við fulltrúa þeirra um heim allan núna.

Þór Sigfússon, stofnandi Íslenska sjávarklasans, skrifar grein á vefsíðuna Viljann sunnudaginn 26. apríl og leggur sex tillögur inn í hugmyndabanka vefsíðunnar sem Þór hvatti til að yrði opnaður til að hefja umræðu um tækifæri og hugmyndir fyrir íslenskt athafnalíf til að snúa vörn vegna COVID-19 í sókn. Í upphafi greinarinnar segir Þór:

„Mörg íslensk fyrirtæki og stofnanir hafa sýnt ótrúlega hugvitssemi við að aðlagast breyttum aðstæðum. Við sjáum stórt flugfélag auka umsvif sín í vöruflutningum, á nokkrum dögum breyttu fínir veitingastaðir sér í „take-out“, fiskvinnslur urðu háklassa saltverkun á örskömmum tíma, framhalds- og háskólar urðu að fjarskólum yfir nótt, og svona mætti lengi telja.

Þessa snerpa er mögnuð og hún einkennist af því að fyrirtæki og stofnanir eru ekki bara að bíða eftir næsta ríkispakka, heldur safna liði!

Íslenskt athafnalíf getur snúið erfiðri stöðu sér í hag.“

Um leið og undir þetta er tekið birtist hér fyrsta tillaga Þór:

„i. Getum við opnað fyrir skipulagðar ferðir fólks til Íslands sem horfir upp á langtíma einangrun og ótta í heimalöndum sínum? Þetta fólk færi að sjálfsögðu í sóttkví þegar hingað er komið en getur síðan notið sumarsins á íslenskum gististöðum með þeim ströngu skilyrðum sem sett hafa verið um samgang fólks. Ferðaþjónustan gæti undirbúið sérstaka þjónustu fyrir þessa erlendu gesti sem tæki í einu öllu mið af ráðleggingum sóttvarnalæknis.“

Þarna er vikið að tækifærum frekar en vandamálum án þess að lítið sé úr þeim gert. Hér hefur áður verið vikið að því að frábæran árangur í baráttu við COVID-19 hér á landi ber að nýta sem samkeppnisforskot þjóðarinnar þegar slakað verður á hömlum. Þess vegna er nauðsynlegt að miðla réttum upplýsingum um hvernig tekist hefur verið á við vandann hér með samvinnu ríkisrekinnar heilbrigðisþjónustu og einkaaðila.

Gettyimages-1211047497-c703e4b87b772409dfc0005957bfcad5f2e89a67-s800-c85Jacinda Adern forsætisráðherra lýsir sigri Ný-Sjálendinga í COVID-19-orrustunni.

Þjóðir koma með mismunandi ímynd frá COVID-19. Ný-Sjálendingur fá til dæmis mjög jákvæða umfjöllun og rætt er við fulltrúa þeirra um heim allan núna þegar stjórnvöld þar létta á hömlum. Jacinda Adern forsætisráðherra sagði mánudaginn 27. apríl að sigur hefði unnist á COVID-19 á Nýja-Sjálandi, íbúar eyjanna eru um fimm milljónir og hafa 19 dáið í faraldrinum.

There is no widespread undetected community transmission in New Zealand. We have won that battle,“ sagði Ardern um leið og hún hvatti til árvekni svo að áfram mætti hindra smit meðal íbúa landsins. Atvinnulífið fer af stað en almenningur er hvattur til að fylgja sóttvarnareglum.

COVID-19-smitum hefur fækkað stig af stigi á Nýja-Sjálandi frá 5. apríl þegar tilkynnt var um 89 staðfest smit. Sunnudaginn 26. apríl var ekkert smit skráð í fyrsta skipti vikum saman en fimm mánudaginn 27. apríl.

Tölur hér um gang veirunnar eru að mörgu leyti sambærilegar og á Nýja-Sjálandi þótt ekki hafi verið lýst sigri hér í þessari orrustu við COVID-19.