6.12.2022 10:02

Ljósmynda stríðsógnina

Myndin hefur borist um heim allan og vakið óhug þeirra sem átta sig á hvaða vítisvélar það eru sem blasa við úkraínsku hermönnunum tveimur sem standa fremst á myndinni.

Hjónin Konstantin og Vlada Liberov, ljósmyndarar í Úkraínu, birtu sunnudaginn 3. desember á Instagram síðu sinni ljósmynd sem sýnir á listrænan en ógnvekjandi hátt haug af rússneskum skotflaugum sem sendar hafa verið til eyðileggingar á borginni Kharkiv í norðaustur hluta Úkraínu frá því að Rússar hófu innrás sína 24. febrúar 2022.

Myndin hefur borist um heim allan og vakið óhug þeirra sem átta sig á hvaða vítisvélar það eru sem blasa við úkraínsku hermönnunum tveimur sem standa fremst á myndinni.

FjH7qA2XEAE3HE0Skotflaaugahaugurinn í Kharkiv.

Kharkiv er eða var önnur fjölmennasta borg Úkraínu áður en Rússar réðust á hana, lögðu hana undir sig um tíma en voru svo hraktir þaðan í maí 2022. Skotflaugahaugurinn sýnir hve mjög Rússar hafa lagt sig fram um að eyðileggja allt sem þeir geta í borginni. Vlada Liberov segir við franska blaðið Le Figaro að líta verði á árásirnar á Kharkiv sem lið í tilraun Rússa til þjóðarmorðs í Úkraínu.

Ljósmyndarahjónin fengu eftir ítrekaðar óskir heimild lögreglu til að skoða og taka myndir af leifum skotflauganna. Þau hafa eftir nágrönnum haugsins að fyrir nokkrum vikum hafi hann verið tvisvar sinnum stærri. „Þegar þið skoðið þessa mynd getið þið ímyndað ykkur hve líf margra er í molum, hve margar íbúðir hafa eyðilagst, skólar, barnaleikvellir ... Kharkiv var friðsæl borg,“ segir Vlada Liberov. „Rússar skutu á friðsama borgara.“

Liberov-hjónin ætluðu sér aldrei að taka stríðsmyndir, þau sérhæfðu sig í brúðkaupsmyndum. Þau segjast aldrei hafa ímyndað sér að þau ættu eftir að starfa á vígvelli.

Undanfarna mánuði hafa þau farið víða um Úkraínu og beitt hæfni sinni til að varðveita hörmungar stríðsins í myndum sínum, þær eru margar í senn fallegar og sorglegar og hafa ratað í miðla um heim allan.

Þau hafa fundið hjá sér nýja köllum og segja við Le Figaro þriðjudaginn 6. desember: „Við urðum stríðsljósmyndarar til að sýna heiminum sannleikann um land okkar. Það er framlag okkar, þótt lítið sé, til sigurs okkar. Það sem hófst sem ákall sálarinnar og siðferðisleg skylda hefur breyst í stórverkefni sem á nú huga okkar og líf allt.“ Þau hafa tekið ákvörðun um að þau ætli ekki, að stríðinu loknu, að snúa sér aftur að töku brúðkaupsmynda heldur þjóna köllun sinni sem fréttaljósmyndarar.

Hér eru tvær myndir Liberov-hjónanna:

Fe90I37WIAESJnzFbzUlUZXEAAb8Jp