Listasafn Sofíu drottningar
Er ævintýri líkast að sjá hvernig byggingarnar tengjast og segja myndir meira en mörg orð.
Museo Nacional Centro de Arte Reina Sofía listasafnið í Madrid, kennt við Sofíu drottningu er 20. aldar listasafn Spánar. Safnið var formlega opnað í september 1992. Það stendur skammt frá Atocha-lestarstöðinni í suðurenda gullna listaþríhyrningsins svonefnda í Madrid sem auk Sofíusafnsins nær til Museo del Prado og Museo Thyssen-Bornemisza.
Í safninu má einkum sjá verk eftir spænska meistara og þar ber hæst Pablo Picasso og Salvador Dali. Frægasta verkið í safninu gerði Picasso árið 1937, Guernica.
Safnið er til húsa í gömlum spítala sem Francisco Sabatini arkitekt teiknaði og var hluti byggingarinnar fyrst tekinn í notkun árið 1805 en 1969 var rekstri sjúkrahúss hætt þar.
Eftir að listasafnið var opnað í byggingunni var leitað til franska arkitektsins Jeans Nouvels og teiknaði hann 8.000 fermetra byggingu við gamla sjúkrahúsið. Er ævintýri líkast að sjá hvernig byggingarnar tengjast og segja myndir meira en mörg orð.
Þetta frumlega verk er utan dyra á 3. hæð þar sem gamla sjúkrahúið og nýbyggingin eftir Jean Nouvel tengjast Takið eftir hvernig götulífið speglast í þakinu.
Guernica eftir Pablo Picasso er frægasta verkið á safninu.
Salvador Dali gerði þessa gullfallegu mynd árið 1925.
Sum verkanna eru torskilin. Þetta er eftir Victor Grippo (1936-2002) frá Argentínu. Verkið er gert 1978 og heitir á ensku The Potato Browns the Potato.
Jean Nouvel á þarna mafnað listaverk.