List í undirgöngum
Undanfarnar vikur hafa göng undir Bústaðaveg tekið á sig nýjan svip. Þau eru orðin grængul á litinn og þeim hefur verið breytt í listaverk sem vonandi fær að njóta sín í friði.
Skammt frá húsi Veðurstofu Íslands eru göng undir Bústaðaveginn sem tengja Litlu-Öskjuhlíð við Suðurhlíðar, einn skjólsælasta og kyrrlátasta stað höfuðborgarinnar við hlið Fossvogskirkjugarðs.
Undanfarnar vikur hafa undirgöngin tekið á sig nýjan svip. Þau eru orðin grængul á litinn og þeim hefur verið breytt í listaverk sem vonandi fær að njóta sín í friði. Hér eru nokkrar myndir til kynningar en ég veit ekki hver listamaðurinn er.
Þarna er op ganganna sem snýr að veðurstofunni.
Þetta er opið sem snýr að Suðurhlíðum.
Á veggjum ganganna eru myndverk:
Þegar upp er komið birtast annars konar verk.