Lagareldi = gullkista
Rýnt í sérblað Morgunblaðsins vegna ráðstefnunnar Lgarlíf 2024 um nýja atvinnubyltingu á Íslandi.
Lagareldi hefur víða byltingarkennd áhrif á þróun atvinnumála og byggðar.
Morgunblaðið gaf út sérblað laugardaginn 5. október í tilefni ráðstefnunnar Lagarlíf 2024 sem verður í Hörpu 8. og 9. október og kallar á mörg hundruð innlenda og erlenda þátttakendur.
Ásgeir Ingvarsson er umsjónarmaður blaðsins og í kynningu á efni þess segir:
„Gaman er að vera bjartsýnn fyrir hönd greinarinnar, og þjóðarinnar allrar, enda munar um atvinnugrein sem bæði býr til miklar útflutningstekjur og vel launuð störf í byggðum sem áður glímdu við fólksfækkun en fást nú við þann lúxusvanda að reyna að taka vel á móti nýju fólki.“
Eftir að hafa rennt yfir blaðið tók ég saman þessa punkta til glöggvunar:
Öflug sókn:
- Loftslagsráðstefna SÞ 2023 ályktaði að auka þyrfti fiskeldi á heimsvísu um 75% fyrir árið 2040 til að svara fæðuþörf mannkyns.
- Nú má framleiða allt að 144.000 tonn í sjókvíaeldi hringinn í kringum landið. Spáð er að sjókvíaeldi fari í 200.000 tonn.
- Áform eru um allt að 200.000 tonna landeldi.
- Slagi heildarframleiðsla eldisfiska í 500.000 tonn jafngildir það nú rúmlega 600 milljörðum kr. í útflutningstekjur – um helmingi fjárlaga.
- Útflutningstekjur eldislax kunna að verða meiri en af þorski á næstu fjórum eða fimm árum.
- Laun fyrir störf í fiskeldi eru 20% hærri en meðaltal á Íslandi.
- Spáð að heimsmarkaður fyrir eldislax vaxi um 5% á ári en framleiðsla vaxi að jafnaði um 3%.
- Eldislax er með minna kolefnisspor á kíló en flest annað dýraprótein.
- Nýting gervigreindar sparar vinnu og eykur skilvirkni við eldið.
- Eldisafurðir eru nú um 10% af heildarútflutningsverðmæti sjávarútvegsins en voru um 6-7% fyrir fimm árum.
- Nú framleiðir íslenskt sjóeldi um 45.000 tonn af vöru árlega en leyft hefur verið að stunda eldi sem framleiðir um 100.000 tonn árlega.
- Verðmætasköpun í landeldi er 3-4 sinnum meiri en í núverandi stóriðju mælt á hverja orkueiningu.
Úrbóta er þörf:
- Einfalda leyfismál.
- Allt virðist sitja fast í flóknum leyfisferlum
- Orkumál í öngstræti vegna regluverks og ferla.
- Leyfi fyrir 10.000 fyrir geldfiski í Ísafjarðardjúpi í kæruferli.
- 4,3% viðbótarskattur sem fiskeldisgjald, reiknað af tekjum en ekki hagnaði.
- Skattspor fyrirtækis var 600 milljónir kr. árið 2019 en 1,9 milljarðar árið 2023.
- Bæta samgöngur til að auðvelda að koma vöru á markað.
- Semja verður um sjálfbærar kolmunnaveiðar til að tryggja öryggi í fóðurframleiðslu fyrir eldisstöðvar.
- Varðstaða um ímynd og vörn gegn orðsporsvanda.