3.8.2018 13:58

Kaupmættinum má ekki fórna - velmegun í München

Leiðari Fréttablaðsins og sólarmyndir frá München

Hér var á dögunum vakið máls á því að innan Alþýðusambands Íslands væri háð valdabarátta en ekki kjarabarátta. Var þessi skoðun reist á því að stóryrtar yfirlýsingar um kaup og kjör og nauðsyn þess að grípa til harkalegra aðgerða eða jafnvel kollsteypu til að bæta þau væru úr takti við allt sem gerst hefur undanfarin misseri. Þeir sem berjast fyrir öfgafullri kjarabaráttu á komandi vikum gera það í krafti metings og í þágu þess að treysta eigin stöðu en ekki umbjóðenda sinna.

Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgiblaði Fréttablaðsins, segir réttilega í leiðara blaðsins í dag ( sjá hér ): 

„Kaupmáttur launa hefur aukist um liðlega 30 prósent, verðbólga verið nánast samfleytt undir markmiði Seðlabankans, vextir aldrei lægri og staða þjóðarbúsins tekið stakkaskiptum sem endurspeglast einkum í því að Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd. Þetta hefur ekki gerst af sjálfu sér.“

*

Þegar gengið er um götur München, höfuðborgar Bæjaralands, fer ekki fram hjá neinum að vel er haldið á málum í landinu undir stjórn Kristilegra sósíala (CSU), mið-hægri flokksins sem farið hefur með völd í tæp 70 ár, oft með hreinan meirihluta á sambandslandsþinginu hér í München. Þeir hafa auk þess jafnan setið í stjórn Þýskaland með Kristilegum demókrötum (CDU), bræðraflokki sínum.

Kosið verður til sambandslandsþingsins í haust. CSU taldi nauðsynlegt að styrkja stöðu sína með því að herða á þýsku útlendingastefnunni sem þeim tókst.

Hér eru nokkrar myndir úr miðborg München sem teknar voru í sólinni í dag.

 Img_6663-maramarkadurFjölmenni var á matarmarkaði í hádeginu.

Img_6654-radhusidRáðhúsið.

Img_6658-blomamarkadurÁ blómamarkaði.

Img_6665-hirmerHirmer, stærsta herrafataverslun í heimi á 9000 fermetrum.

Img_6645-songurÞessir ungu menn sungu og fluttu rússneska tónlist.