6.6.2017 18:58

Jón Þór Pírati „neglir“ stjórnarskrármálið í Berkely

Þingmenn Pírata ræða stjórnarskrármálið í lagaskólanum í Berkeley. Hvaða stjórnarskrármál? Það sem Birgitta klúðraði.

Eins og kunnugt er missti Jón Ólafsson, þingamaður Pírata, stjórn á sér í þingræðu þegar hann ræddi skipan dómara í Landsrétt. Hann tók síðan fyrir hendur að ræða málið við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, sem hefur það hlutverk, ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum, að skrifa undir skipunarbréf dómaranna 15 sem samþykktir eru af alþingi að tillögu dómsmálaráðherra.

Eftir að hafa haft samband við Guðna Th. sagði Jón Þór að foretinn ætlaði að „taka sér góðan tíma að fara vel yfir málið“.

Skoðanasystkin Jóns Þórs hafa hafið söfnun undirskrifta á netinu á texta sem ætlunin er að senda til forseta Íslands. Þar segir:

„Alþingi samþykkti skipun 15 dómara gegn ráðlagningu fagnefndar í einni atkvæðagreiðslu, en dómara skal þingið samþykkja hvern fyrir sig ef farið er á skjön við ráðlagningu. Því er lögmæti skipunarinnar í vafa og við hvetjum forseta Íslands að skrifa ekki undir hana.

Það er ekki í lagi að leyfa ráðherra að skipa dómara eftir forsendum sem einungis hún þekkir. Stöndum vörð um réttarkerfið okkar og krefjumst útskýringa.“

Þetta er frekar ambögulegur texti og gæti hafa verið samin af hr. Google þótt slíkt sé fráleitt því að Íslendingar standa að baki framtakinu. Sjálfur flaug Jón Þór hins vegar til Kaliforníu með Söru Óskarsson, þingmanni Pírata, sem segir á Facebook sunnudaginn 4. júní: „Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata neglir stjórnarskrármálið á ráðstefnu um lýðræði á Íslandi sem fer fram í Berkeley Law Háskólanum!“

Stjórnarskrármálið? Hvaða stjórnarskrármál? Málið sem Píratar klúðruðu og Birgitta gerði að engu í misheppnuðu stjórnarmyndunarviðræðunum fyrir þingkosningarnar 29. október 2016? Skyldu þau Sara og Jón Þór hafa skýrt lögspekingum í Berkely frá einkennilegu endalokum stjórnarskrármáls Pírata?