Ísraelar fagna sigri í söngvakeppninni
Þetta er í fjórða sinn sem Ísraelar vinna söngvakeppnina, þeir gerður það fyrir 20 árum, 1998, 40 árum, 1978 og 1979.
Ísraelar unnu söngvakeppni Evrópu, Eurovision, að kvöldi laugardags 12. maí. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, fagnaði sigri Nettu Barzilai í upphafi ríkisstjórnarfundar í morgun (13. maí). Þegar hann óskaði henni til hamingju líkti Netanyahu eftir hreyfingum hennar í laginu Toy eins og sést á myndinni. Hann sagði þetta mikinn gleðidag við upphaf sögulegrar viku í Jerúsalem. Á morgun ætlar Bandaríkjastjórn að flytja sendiráð sitt til Jerúsalems en 14. maí 1948 lýsti David Ben-Gurion, fyrsti forsætisráðherra Ísraels, yfir sjálfstæði landsins.
Netanhyahu bauð til næstu söngvakeppni í Jerúsalem árið 2019. Það yrði Ísraelum heiður að verða gestgjafar keppninnar. Hann fagnaði komu bandaríska sendiráðsins og sagði að nú þegar hefðu ríkisstjórnir Guatemala og Paraguay ákveðið að sigla í kjölfar Bandaríkjamanna og fleiri undirbyggju flutning sendiráða sinna.
Í dag, sunnudag, er efnt til dags Jerúsalems í Biblíusafninu í borginni. Þetta er stórmerkilegt safn. Við sem fórum í ferðina á vegum Minja og sögu til borgarinnar undir lok apríl heimsóttum það og nutum ógleymanlegrar leiðsagnar forstöðukonu þess sem sýndi okkur dýrmæta safngripi og setti í sögulegt samhengi.
Myndin birtist í Jerusalem Post og sýnir Benjamin Netanyahu líkja eftir.
Nettu Barzilai
Benjamin Netanyahu sagði að minnst væri á Jerúsalem 650 sinnum í Biblíunni. Hann sagði:
„Fyrir því er einföld ástæða: Í 3.000 ár hefur hún verið höfuðborg þjóðar okkar, og aðeins þjóðar okkar. Okkur dreymdi um að snúa aftur, að reisa hana ... einmitt það gerum við í dag.
Himneska Jerúsalem og neðri Jerúsalem. Við helgum okkur borginni, hún er hluti sálar okkar, veru okkar, gjörða okkar og andlegrar viðleitni.“
Þetta er í fjórða sinn sem Ísraelar vinna söngvakeppnina, þeir gerður það fyrir 20 árum, 1998, 40 árum, 1978 og 1979.
Á mbl.is má lesa í dag:
„Áhorfendur gáfu Íslandi ekkert stig í símakosningu á þriðjudagskvöldið. Alls gáfu fimm dómnefndir laginu sem Ari Ólafsson flutti stig, Stigin urðu alls 15 talsins og komu öll frá dómnefndum. Ísland keppti í fyrri undankeppninni á þriðjudagskvöldið og er eina norræna ríkið sem ekki komst áfram í aðalkeppnina í gærkvöldi.
Sjö stiganna komu frá dómnefnd Hvíta-Rússlands, fjögur frá Tékklandi, tvö frá Makedóníu og síðan fengu Íslendingar eitt stig frá svissnesku dómnefndinni og þeirri belgísku.
Ekkert annað land fékk jafn fá stig í keppninni í ár og Ísland.“
Ríkisútvarpið stendur að þátttöku Íslands í söngvakeppninni og er framlag þess orðið dálítið rykfallið.