Íslenskir dýrlingar í netheimum
Jón Sveinsson – Nonni – og Þorlákur helgi eiga aðdáendasíður á netinu.
Um nokkurt árabil hefur Friederika Priemer í Köln haldið úti Nonni fan club á netinu l. Hún hefur beitt sér fyrir ýmsum athöfnum til að halda nafni Jóns Sveinssonar – Nonna – á loft.
160 ára afmælis Nonna minnst í Melaten-kirkjugarðinum í Köln í nóvember 2017.
Hér má til dæmis sjá mynd frá því í nóvember 2017 úr Melaten-kirkjugarðinum í Köln þegar minnst var 160 ára afmælis Nonna. Þarna hvílir hann í gröf með öðrum bræðrum sínum úr reglu Jesúíta en um minningu hans er sérstaklega hugsað með texta og mynd auk þess sem Friederika Priemer sá til þess að bekkurinn sem sést fremst á myndinni var settur við gröfina svo að þeir sem leggja þangað leið sína geti sest og farið með bæn eða hugleitt. Minnast má setningarinnar: Í bæn talar þú við Guð; í hugleiðslu hlustar þú á Guð.
Í tilefni jólanna sendi Friederika Priemer kveðju og vakti athygli á vefsíðu í Bandaríkjunum sem er helguð Þorláki helga, eina íslenska dýrlingsins. Hér á má sjá þessa síðu. Eins og sjá má vilja aðstandendur hennar vinna gegn andlegum skorti en helga sig sérstaklega einhverfu. Í Bandaríkjunum heillaðist Aimee O'Connell af Þorláki helga og hóf minningu hans á loft á þennan glæsilega hátt.