7.2.2021 10:29

Íslenskar forsetastofnanir

Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti íslenska lýðveldisins. Eins og hér er getið að ofan er minningu þriggja forvera hans haldið á loft á þann veg að tengist störfum þeirra.

Við Þjóðminjasafn Íslands er sérstök rannsóknarstaða til rannsókna á sviði þjóðminjavörslu, tengd nafni dr. Kristjáns Eldjárns, fyrrum þjóðminjavarðar og forseta Íslands. Rannsóknarverkefnum sem unnið er að í rannsóknarstöðu Kristjáns Eldjárns er ætlað að efla rannsóknarstarfsemi Þjóðminjasafnsins almennt og við ráðningu í stöðuna er meðal annars tekið mið af rannsóknarstefnu safnsins.

Í Veröld, húsi Vigdísar við Suðurgötu í Reykjavík er heimili Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Hún kom til sögunnar í október 2001, í tengslum við 90 ára afmæli Háskóla Íslands og Evrópska tungumálaárið. Frú Vigdís vann ötult starf í þágu tungumála í störfum sínum sem kennari, forseti Íslands og sem velgjörðarsendiherra tungumála á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

BessatBesstastaðir - mbl.,is

Á vefsíðu stjórnarráðsins birtist föstudaginn 5. febrúar frétt um að ríkisstjórnin hefði ákveðið að skipa nefnd um undirbúning að stofnun og byggingu Norðurslóðaseturs í Reykjavík sem yrði kennt við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrum forseta Íslands. Áformin eru í samræmi við tillögur Grænlandsnefndar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra en þar er lagt til að Norðurslóðasetur verði framtíðarheimili Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle.

Boðað er að 10 manna nefnd, fimm ráðuneyta, þriggja háskóla, Reykjavíkurborgar og Hringborðs norðurslóða sem Ólafur Ragnar bauð fyrst til árið 2013 skili tillögu um setrið fyrir 1. apríl 2021.

„Í Norðurslóðasetri yrði aðstaða fyrir erlenda vísindamenn en jafnframt er gert ráð fyrir að setrið hýsi safn um norðurslóðir. Gert er ráð fyrir að setrið nýti sér liðsinni erlendra stofnana, sjóða og samtaka sem tengjast Hringborði norðurslóða til að styrkja fjárhagslegan grundvöll framkvæmda og reksturs,“ segir í frétt stjórnarráðsins

Áður en tillögur Grænlandsnefndar birtust hafði alþingi að tillögu meirihluta fjárlaganefndar þingsins samþykkt að utanríkisráðuneytið fengi að gera samning til langs tíma um 15 millj. kr árlegt framlag vegna Hringborðs norðurslóða (Arctic Circle) auk þess sem fest verði í sessi 7 millj. kr. árlegt framlag til Ólafs Ragnars Grímssonar vegna starfa hans í þágu Hringborðs norðurslóða. Eða eins og segir í áliti meirihluta fjárlaganefndar: „Hér er gert ráð fyrir að framlögin verði fest í sessi enda hefur ráðstefnan Hringborð norðurslóða fest sig í sessi á alþjóðavettvangi.“

Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti íslenska lýðveldisins. Eins og hér er getið að ofan er minningu þriggja forvera hans haldið á loft á þann veg að tengist störfum þeirra.

Ásgeir Ásgeirsson, annar forseti lýðveldisins, lagði sig mjög fram um að minningu Jóns Sigurðssonar forseta yrði sýnd virðing á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði nefnd sem gerði tillögu í október 2019 um framtíðarsýn um arfleifð Jóns Sigurðssonar og eflingu starfsemi á Hrafnseyri og þar verði stofnaður formlegur samstarfsvettvangur þeirra aðila sem nú sinna opinberri menningarstarfsemi sem tileinkuð er ævistarfi og minningu Jóns Sigurðssonar. Færi vel á að heiðra minningu Ásgeirs Ásgeirssonar í þessu samhengi.

Sveinn Björnsson, fyrsti forseti lýðveldisins, var 1920-1941 fyrsti sendiherra Íslands, með aðsetur í Kaupmannahöfn og varð nokkurs konar óformlegur viðskipta- og utanríkisráðherra landsins að mati Guðna Th. Jóhannessonar á vísindavef Háskóla Íslands. Það ætti að stofna rannsóknarstöðu eða -stofnun í utanríkis- viðskipta- og öryggismálum tengda nafni hans.