Ísland í fyrsta sæti á heimslista um kjör aldraðra
Það er spurning hvað Auðunn vestfirski telur að Ísland eigi að fara langt upp fyrir öll önnur ríki heims á listanum um kjör lífeyrisþega.
Á blaðsíðu 38 í Morgunblaðinu í dag (19. september) birtist efst í vinstra horni Velvakandi í eindálki með ádrepu eftir Auðun vestfirska. Birtist hún hér í heild:
„Öldrun Margir aldraðir búa við skort.
Langt fram á tuttugustu öld sá á fjölda fólks vegna þess að það hafði ekki nóg að borða. Í dag höfum við allsnægtir. Samt vantar okkur alltaf allt. Sama hvað við eignumst mikið. Stjórnmálamenn segja að við þurfum að bæta lífskjörin. Það vita allir að er þjóðarlygi. Fæstir þeirra segja sannleikann um að við verðum að jafna lífskjörin og hætta að bruðla. Þeir sem nóg hafa þurfa ekki meira. Samt fleyta þeir alltaf rjómann ofan af. En hinir eru settir til hliðar. Guðmundur læknir Guðmundsson hinn norðlenski var einn merkasti maður hér vestra á sinni tíð. Hann endaði líf sitt sem sveitarómagi. Sighvatur Grímsson Borgfirðingur sagði m. a. svo um Guðmund er hann kvaddi hann:
„Hann varð fyrir sömu örlögum og sumir Íslendingar hafa orðið fyrir, og það enda þjóðkunnir ágætismenn, að starfslaunin hafa verið fyrirlitning, í stað virðingar, og skortur og ill aðbúð í ellinni.“
Hve margir af elstu kynslóðinni í dag skyldu falla undir þessa skilgreiningu fræðimannsins?“
Sama dag og þetta birtist í Velvakanda birti svissnesk/franska
blaðið Le Temps í Genf frétt sem hófst á þessum orðum:
„La Suisse est dépassée par l’Islande à l’indice global des retraites calculé par Natixis et CoreData. Elle perd des points notamment en raison de la détérioration des «conditions matérielles» des personnes âgées, même si elle est en tête à l’aune des critères environnementaux
L’Islande a l’honneur d’offrir les meilleures conditions de vie et de sécurité à ses retraités, selon l’indice mondial des retraites (GRI) 2019, calculé par Natixis Investment Managers et CoreData.
La Suisse recule au 2e rang, mais reste devant la Norvège, l’Irlande et la Nouvelle-Zélande. On notera que la France est 22e et les Etats-Unis 18e.“
Þetta er listinn sem birtist í svissneska blaðinu Le Temps fimmtudaqinn 19. september og sýnir Ísland efst þegar mæld eru kjör lífeyrisþega. Listinn er unninn af Natixis,
Í fréttinni í Le Temps er harmað að á Íslandi séu nú betri lífskjör fyrir eldri borgara en í Sviss. Íslendingar skipi efsta sæti á alþjóðlegri samanburðartöflu um hag lífeyrisþega sem gerð var af fjármálafyrirtækinu Natixis og greiningafyrirtækinu CoreData. Svisslendingar haldi ekki fyrsta sætinu vegna þess að þeir dragist aftur úr þegar litið sé til fr. conditions matérielles eða e. material wellbeing og á íslensku efnalegrar velsældar eldri borgara. Ísland njóti þess vegna þess heiðurs að skipa efsta sæti á heimslista yfir lífeyrisþega (GRI) 2019 sem samin hafi verið af Natixis Investment Managers og CoreData
Sviss fellur í annað sæti á eftir Íslandi en er ofar á listanum en Noregur, Írland og Nýja-Sjáland. Þá er vakin athygli á að Frakkland er í 22. sæti og Bandaríkin 18. sæti.
Það er spurning hvað Auðunn vestfirski telur að Ísland eigi að fara langt upp fyrir öll önnur ríki heims á þessum lista.