2.9.2022 7:09

Í Færeyjum

Í gær flutti ég fyrirlestur um norrænu skýrsluna mína á fundi sendifulltrúa utanríkisráðuneytis færeysku landsstjórnarinnar.

Amtmannsstígur er frá Lækjargötu að Ingólfsstræti. Á 19. öldinni reisti amtmaður sér hús sem stóð við austurenda götunnar; Amtmannshúsið. Húsið var rifið. Við götuna standa fá íbúðarhús og tvö hús Menntaskólans í Reykjavík. Embætti amtmanns var lagt af þegar Íslendingar fengu heimastjórn árið 1904.

IMG_5528Myndin sem hér fylgir er tekin utan við Hotel Hafnia í Þórshöfn í Færeyjum. Fyrir ofan brekkuna stendur veglegt steinhús sem hýsir nú skrifstofu Rigsombudsmandens sem er embætti á vegum danska forsætisráðuneytisins. Á dönsku er hlutverk ríkisumboðsmannsins kynnt á þennan veg:

„Rigsombudsmanden på Færøerne er rigets øverste repræsentant på Færøerne og bindeleddet mellem hjemmestyret og rigsmyndighederne.“

Í gær flutti ég fyrirlestur um norrænu skýrsluna mína á fundi sendifulltrúa utanríkisráðuneytis færeysku heimastjórnarinnar. Því miður gafst mér ekki tækifæri til að heimsækja Færeyjar við gerð hennar, COVID-faraldurinn hindraði það.  Færeyingar gæta hagsmuna sinna markvisst út á við.

Img20220706124720_Hús ríkisumboðsmannsins í Færeyjum.