Hross við flaggstöng
Gleðilegt sumar!
Hrossin sem ganga úti allan veturinn á Kvoslæk bera sig vel á sumardaginn fyrsta. Vel er fylgst með þeim og farið reglulega með heyrúllur til þeirra. Þau njóta þess að vera frjáls og ótrufluð. Þarna eru trippi í eigu annarra með gömlum hesti mínum.
Það gefur lífinu aukið gildi að fylgjast með þeim og ferðum þeirra um beitarlandið. Þau koma að flaggstönginni þegar blístrað er.
Myndirnar tala sínu máli.
12, október 2024
22. mars 2025.
20. apríl 2025.
20. apríl 2025.
22. mars 2025.
19. apríl 2025.