9.9.2023 10:21

Hirðuleysi á Skólavörðuholti

Í umræðum um dapurlegan frágang á fjölsóttum ferðamannastöðum er gjarnan látið eins og leita þurfi út fyrir höfuðborgina til að sjá merki um hann. Það er misskilningur, það nægir að ganga um Skólavörðuholtið. 

„Þættinum hefur borist bréf,“ var stundum sagt á meðan tengsl fjölmiðla voru meiri við lesendur sína en þau eru núna þegar fólk fær útrás fyrir skoðanir sínar á samfélagsmiðlum. Hingað bárust nokkrar myndir frá fararstjóra og leiðsögumanni til margra ára. Honum blöskrar hirðuleysi borgaryfirvalda í nágrenni mest sótta ferðamannastaðar borgarinnar, Hallgrímskirkju. Í bréfi með myndunum sagði:

„Í tuttugu ár hef ég bent Hallgrimskirkju á þetta. Þeir benda bara á Reykjavíkurborg. Þegar erindi eru send borginni sem varða slíka hluti fer það í FERLI og maður fær MÁLSNÚMER og ekkert gerist. Sama er með mölbrotna vegginn við Vörðuskóla sem hefur verið til skammar síðan 1959-60. Þú þekkir kannski einhvern í borgarkerfinu sem hefði áhuga á að koma þessu í lag.“

Því miður þekki ég ekki þá sem eiga að kippa þessu í lag frekar en ég veit ekki hverjir eiga að sjá til þess að settir séu vegvísar fyrir gangandi og hjólandi upp að Perlu. Á því hirðuleysi hef ég vakið máls oftar en einu sinni hér á síðunni án minnsta árangurs. Ég ætla hins vegar að birta nokkrar af myndunum sem fylgdu bréfinu í von um að einhver í kerfinu taki við sér þrátt fyrir alkunn „umtalsverð flækjustig“.

Við Eiríksgötu

Safnstöð fyrir ferðamenn er við Eiríksgötu. Þangað koma hópbílar og sækja þá. Á meðan þeir bíða eftir bílunum geta þeir velt fyrir sér hvers vegna í ósköpunum sé ekki gengið sómasamlega frá svæðinu við safnstöðina.

20230906_133829_resized-85-20230906_133731_resized-41-20230906_133743_resized-86-Við Vörðuskóla

Þeir sem ganga frá Eiríkisgötu fyrir austan Hallgrímskirkju að Egilsgötu, fyrir ofan Vörðuskóla, sjá það sem birtist á þessum myndum.

20230907_150531_resized-100-20230907_150504_resized-74-20230907_150314_resized-92-Í umræðum um dapurlegan frágang á fjölsóttum ferðamannastöðum er gjarnan látið eins og leita þurfi út fyrir höfuðborgina til að sjá merki um hann. Það er misskilningur, það nægir að ganga um Skólavörðuholtið.