Helsinki-myndir
Hér fylgja nokkrar myndir frá Helsinki teknar þriðjudaginn 3. mars. Snjór hefur aðeins sést tvisvar í Helsinki í vetur, í skamman tíma í hvort skipti.
Þessi færsla er ekki kvörtun undan þjónustu Vínbúðanna eða hvatning til að gjörbreyta íslenskri áfengislöggjöf heldur frásögn af reynslu Finna sem kom þeim í opna skjöldu.
Finnsku áfengislöggjöfinni var breytt árið 2018. Þá var í fyrsta sinn leyft að selja bjór að styrkleika 4,7-5,5% í öllum matvörubúðum, bensínstöðvum og söluturnum í stað þess að selja hann aðeins í Alko-ríkisverslununum.
Sala á bjór að styrkleika 4,7% og meira jókst um 16% á árinu 2019 en minnkaði um 4% á bjór með minni styrkleika. Hlutdeild veikari bjórs er yfirgnæfandi á finnskum markaði eða 85%.
Árið 2018 jókst áfengissala um 0,1% í Finnlandi en minnkaði um 2% árið 2019 samkvæmt tölum frá finnsku lýðheilsustofnuninni, Valvira.
Hefðbundið er að Finnar sem fara yfir sundið til Eistlands nota ferðina til að kaupa ódýrara áfengi þar. Á árinu 2019 fækkaði áfengislítrum sem ferðamenn komu með sér til Finnlands um 14%. Sumarið 2019 lækkuðu Eistlendingar þó áfengisskatt hjá sér.
Þessar tölur eru fengnar af vefsíðu YLE, finnska ríkisútvarpsins. Erfitt er að sjá hvernig þær ríma við kenningar um aukinn drykkjuskap verði áfengur bjór til sölu víðar en í Vínbúðunum.
Hér fylgja nokkrar myndir frá Helsinki teknar þriðjudaginn 3. mars. Snjór hefur aðeins sést tvisvar í Helsinki í vetur, í skamman tíma í hvort skipti.
Aðsetur Finnlandsforseta.
Sænska sendiráðið í Helsinki skammt frá forsetahöllinn-i.
Gráa húsið til vinstri við sænska sendiráðið er ráðhúsið í Helsinki.
Lúterska dómkirkjan í Helsinki.
Rússneska rétttrúnaðar-dómkirkjan í Helsinki