Heim frá Madrid
Madrid er borg sem vissulega er ástæða til að heimsækja eigi menn þess kost. Með beinu flugi þangað er það auðvelt.
Heimför MR64 frá Madrid að kvöldi sunnudagsins 24. september með Play gekk að óskum – vélin lenti 50 mínútum á undan áætlun og allir sneru heilir heim, ánægðir með vel heppnaða för.
Aldrei varð óþægilega heitt í vikunni og aðeins rigndi í stuttan tíma einu sinni um miðjan dag. Hitinn fór yfir 25 stig lokadaginn og er spáð um og yfir 30 stigum í þessari viku sem veldur óþægindum.
Glæsilegar byggingar við verslunar- og göngugötur í hjarta Madrid minna á að Spánn var heimsveldi á sinni tíð.
Madrid er borg sem vissulega er ástæða til að heimsækja eigi menn þess kost. Með beinu flugi þangað er það auðvelt.
Hér fylgja nokkrar götumyndir og ein frá göngu í mánudagsbirtunni í Reykjavík.
Víða á skirfstofu- og verslunarhúsum við breiðstrætin í Madrid má sjá glæisbyggingar skreyttar listaverkum sem minna á ríkidæmi spænska heimsveldisins sem áður var.
Götulífið. var mikið. Brúða leikur Bach á fiðlu og þjóðdansar með söng um glæsileika Madrid.
Haustlitirnir eru frá Reykjavík.