10.2.2020 13:17

Heillaóskir til Hildar

Hildur Guðnadóttir fær Óskarsverðlaunin.

Hildur Guðnadóttir hlaut Óskarsverðlaunin í nótt fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jóker. Það er hápunktur sigurgöngu hennar undanfarna mánuði eins og meðfylgjandi listi sýnir. Hann sá ég á FB-síðu Magnúsar Lyngdals Magnússonar sem sagði:

„Sigurganga Hildar Guðnadóttur ætlar engan endi að taka. Óskarsverðlaunin í nótt voru auðvitað frábær og rúsínan í pylsuendanum á glæstri göngu. Munum það að Hildur hóf nám sitt í tónlistarskólum hér á landi. Stöndum vörð um tónlistarnám og eflum það.“

Um leið og undir þessi orð Magnúsar er tekið eru Hildi fluttar innilegar heillaóskir:

84511812_10206709204286851_5692245102282407936_n