Harmóníka þanin í Hlöðunni
Tónlist í einstakri sumarblíðu að Kvoslæk.
Jónas Ásgeir Ásgeirsson harmóníkuleikari sýndi hve unnt er þenja hljóðfærið til flutnings á nútíma tónverkum í Hlöðunni hjá okkur að Kvoslæk sunnudaginn 7. júlí. Undir lok tónleikana steig Eyrún Aníta Gylfadóttir einnig á pall með harmóníkuna sína og léku þau saman nokkur hefðbundnari lög.
Jónas Ásgeir lék verk eftir Atla Ingólfsson, Huga Guðmundsson, Hafliða Hallgrímsson, Önnu Þorvaldsdóttur og Friðrik Margrétar Guðmundsson.
Áheyrendur voru margir í einstaklega fögru sumarveðri og í þeirra hópi var Geir A. Guðsteinsson, blaðamaður/ritstjóri, sem tók myndir og með góðfúslegu leyfi hans birti ég nokkrar þeirra:
Eyrún Aníta Gylfadóttir og Jónas Ásgeir Ásgeirsson í Hlöðunni að Kvoslæk 7. júlí 2024,
Séð yfir hluta gesta í Hlöðunni,
Að tónleikum loknum: Eyrún, Rut og Jónas Ásgeir
Ég tók myndir utan dyra:
Ekið að tónleikastað.
Geimfar yfir Þríhyrningi.
Eyjafjallajökull.
Reyniviðurinn veitir skugga fyrir morgunsólinni.