Gleðilegt ár!
Nýju ári fagnað með nokkrum ljósmyndum.
Fyrir þann sem fæddur er 1944 er ekki sjálfgefið að fagna nýju ári, 2026, á þann hátt að senda þakkir til allra sem fylgjast með því sem skrifað er á vefsíðu sem gengur nú inn 31. ár sitt. Ég geri það með nokkrum myndum frá gamlárskvöldi 2025 og fyrstu mínútum nýja ársins. Þær sýna ljósadýrðina yfir elsta hluta Reykjavíkur og fjölbreytileika flugeldanna.
Ég óska öllum lesendum bjorn.is gleðilegs og farsæls árs!




