16.10.2021 10:51

Gamli garður stækkar

Þjónustufyrirtækið Félagsstofnun stúdenta (FS) hefur blómstrað og eflst á 50 árum. FS reisti viðbygginguna við Gamla garð.

Andrúm arkitektar skipulögðu og teiknuðu byggingu sem risin er við Gamla garð, fyrsta húsið á háskólalóðinni, tekið í notkun árið 1934. Var það teiknað af Sigurði Guðmundssyni húsameistara ríkisins. Byggingin fellur einstaklega vel að gamla húsinu en við vesturenda þess er húsið Stapi, fyrsta húsið sem Félagsstofnun stúdenta reisti skömmu eftir að hún kom til sögunnar árið 1968, arkitekt þess húss var Jón Haraldsson.

Þjónustufyrirtækið Félagsstofnun stúdenta (FS) hefur blómstrað og eflst á 50 árum.  FS reisti viðbygginguna við Gamla garð og var mér sem formanni Stúdentaráðs HÍ árið 1968 boðið að taka þátt í athöfn fimmtudaginn 14. október 2021 þegar nýja byggingun var formlega tekin í notkun.

Þess var minnst í fyrra að 100 ár voru liðin frá stofnun Stúdentaráðs HÍ og af því tilefni afhjúpuðum við Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs HÍ, listaverk sem FS tileinkar hagsmunabaráttu stúdenta í 100 ár. Verkið er eftir Helga Þórsson myndlistarmann, útfært af Rúnu Kristinsdóttur. Það er 2,10 x 7 metrar, handofið úr ull og til hliðar, sem part af því, má líta nöfn allra sem gegnt hafa embætti formanns og nú forseta SHÍ frá upphafi. Ber verkið heitið „Góð nótt ferðalangur“ og er lýst sem kveðju til þeirra sem hafa notið, njóta í dag og munu njóta þjónustu FS um ókomna tíð.

Við athöfnina benti Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri FS, á að í gegn um glugga á salnum Stúdentabúð blasti verkið við þeim sem leið ættu upp háskólaskeifuna á endalausu ferðalagi menntunar.

Í nýju byggingunni eru 69 herbergi ætluð einstaklingum. Íbúðunum fylgir sameiginleg eldhúsaðstaða auk þjónusturýma eins og Stúdentabúð og þvottahúss. Viðbyggingin e myndar eina heild með Gamla garði.

Hér verða nokkrar myndir látnar tala, Sædís Harpa Stefánsdóttir tók myndirnar frá athöfninni 14. október:

Lykilmynd_2Andrúm arkitektar vann þetta skipulag og teiknaði viðbygginguna sem Félagsstofnun stúdenta (FS) reisti við Gamla garð. Vestast á reitnum við Hringbraut er fyrsta húsið sem Félagsstofnun stúdenta reisti, teiknað af Jóni Haraldssyni. Það er nú eign háskólans en ætti að verða hluti stúdentagarðsins.

245386025_10157862381895728_1761693482810573299_nHér erum við Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs HÍ, og Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri FS, fyrir framan hluta listaverks sem afhjúpað var 14. október. Á veggnum fyrir aftan okkur eru nöfn allra formanna/forseta stúdentaráðs í 100 ár.

DSC08135Isabel Alejandra Díaz afhjúpar hluta verksins Góð nótt ferðalangur.

Gamli-Gardur-vigsla-Bjorn-Runa-Helgi-IsabelVið forseti Stúdentaráðs með Rúnu Kristinsdóttur og Helga Þórssyni en þau sköpuðu og útfærðu verkið að baki okkur.

IMG_4159Ég stóðst ekki freistinguna að taka eina mynd í austurátt úr glugga sameiginlegs rýmis í nýja húsinu.