28.10.2025 10:02

Fyrsti snjórinn

Hér er geymd minning frá fyrsta snjónum í Reykjavík veturinn 2025.

Fyrsti snjór vetrarins féll í Reykjavík aðfaranótt þriðjudagsins 28. október. Myndin af svalahandriðinu hér fyrir utan gluggann minn sýnir var hann orðinn nokkuð hár klukkan 09.14. Myndin staðfestir að það var blankalogn.

IMG_2923Mynd tekin 09.14 28. október 2025.

Hér er má sjá forsíðu Morgunblaðsins í dag. Þar er mynd af röð bíla en ökumenn þeirra bíða eftir að fá vetrardekk, negld eða ónegld, undir faratæki sín. Raðirnar mátti sjá víða um borgina. Þær vöktu undrun þeirra sem höfðu pantað tíma fyrir dekkjaskipti á netinu. 


A2025-10-28_w272Hvað sem leið þolinmæði þeirra sem biðu klukkustundum saman eftir dekkjum þurftu ökumenn að sýna verulega þolinmæði á ferðum sínum um klukkan 08.00. Um klukkan 07.00 var myndin tekin af mannauðri Lækjargötunni og tæpri klukkustund síðar af Fríkirkjunni við Tjörnina:

IMG_2915IMG_2916

Akstur frá Tjörninni að Menntaskólanum við Hamrahlíð tekur venjulega vel innan við 10 mínútur um áttaleytið á morgnana en tók í morgun rúmar 30 mínútur. Það voru bæði hnútar á Miklubraut og Bústaðavegi. Brekkan upp Öskjuhlíðina reyndist mörgum illa búnum bílnum erfið.

IMG_2913Þetta tré er við innganginn í Laugardalslaugina og svona leit það út í snjókomunni kl. 06.24.