12.5.2019 13:45

Franska þingið heimilar skjótar aðgerðir

Franck Riester menningarmálaráðherra sagði þingmönnum að ekkert yrði gert að óathuguðu máli í viðgerðarvinnunni. Í því fælist „metnaður og festa“ að ætla að ljúka við viðgerðina á innan við fimm árum.

Að morgni laugardags 11. maí samþykkti neðri deild franska þingsins neyðarlög ríkisstjórnar Emmanuels Macrons Frakklandsforseta um endurgerð Notre-Dame de Paris, Maríukirkjunnar, sem varð eldi að bráð mánudaginn 15. apríl.

2a6fdd3cad104dc6a1c8bc11f9b84468-jumboFjölmargar hugmyndir um endurgerð hafa verið kynntar.

Franck Riester menningarmálaráðherra sagði þingmönnum að ekkert yrði gert að óathuguðu máli í viðgerðarvinnunni. Í því fælist „metnaður og festa“ að ætla að ljúka við viðgerðina á innan við fimm árum.

Um milljaður evra hefur safnast í viðgerðasjóð og eru gjafir í hann skattfrjálsar, þær renna aðeins til Notre-Dame verkefnisins, sagði ráðherrann.

Eins og segir frá hér á síðunni mótmæla margir sérfróðir menn hraða stjórnvalda. Óttast þeir fljótaskrift. Þá vilja þeir að efni í bygginguna sé valið af kostgæfni.

Nú fer frumvarp fönsku stjórnarinnar í öldungadeild þingsins og er gengið að því sem vísu að það verði samþykkt.