30.6.2023 8:23

Frá Dölum í Reykhólasveit

Meðal þeirra sem unnu við smíðar í gamla skólahúsinu fimmtudaginn 29. júní var Steinþór Logi Arnarson, bóndi í Stórholti, formaður Ungra bænda og formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu.

Rögnvaldur Ólafsson teiknaði Hjarðarholtskirkju árið 1903 á meðan hann var við nám. Kirkjan er því fyrsta verk fyrsta íslenska arkitektsins. Kirkjan er krosslaga með háum turni. Hún var endurvígð í upprunalegu horfi, 3. nóvember 1996.

IMG_7445Kirkjan í Hjarðarholti í Dölum, teiknuð af Rögnvalldi Ólafssyni.

Í ár eru 120 ár frá því að Rögnvaldur teiknaði þessa fögru kirkju en við ókum að henni á leið okkar frá Búðardal yfir í Saurbæ og þaðan í Ólafsdal við Gilsfjörð. Þar stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta búnaðarskóla á Íslandi árið 1880 og var hann rekinn til 1907. Þar stunduðu 154 skólapiltar nám og komu þeir af öllu landinu. Unnið er að endurreisn staðarins, eins merkasta menningarminjastaða á Vesturlandi og við Breiðafjörð.

IMG_7448Komið að skólahúsinu í Ólafsdal við Gilsfjörðþ

Meðal þeirra sem unnu við smíðar í gamla skólahúsinu fimmtudaginn 29. júní var Steinþór Logi Arnarson, bóndi í Stórholti, formaður Ungra bænda og formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu. Ræddum við um verkefni okkar við hann.

IMG_7453Sreinþór Logi Arnarson og Hlédís Sveinsdóttir á fyrstu hæð skólahússins í  Ólafsdal.

Minjavernd gerði á haustdögum 2015 samkomulag við ríkissjóð um að félagið endurreisi byggingar og hafi umsjón með menningarlandslagi á svæðinu, en ríkissjóður afsalaði í þessu skyni 57,5 hektara landspildu til félagsins. Ýmis hús hafa verið endurgerð á staðnum en ólokið er við að koma skólahúsinu sjálfu í upprunalegt horf.

Meðal endurreistra húsa er fjósið sem Guðjón Samúelsson teiknaði og hlóð með öðrum á sinni tíð.

IMG_7456Endurgerða fjósið í Ólafsdal.

Frá Ólafsdal ókum við yfir Gilsfjörðinn yfir í Reykhólahrepp. Hittum við íbúa þar á tveimur fundum. Annars vegar í Króksfjarðarnesi og hins vegar í skrifstofu sveitarfélagsins á Reykhólum.

IMG_7463Fundað í Króksfjarðarnesi.

Næturstaður var á Reykhólum.