1.4.2017 16:59

Farið um Luxemborgar-garðinn 1. apríl

Þegar ég heimsæki París legg ég gjarnan leið mína um Luxemborgar-garðinn og nágrenni hans. Það var fallegt þar laugardaginn 1. apríl 2017.

Í bókabúðinni Librairie Compagnie á rue des Écoles skammt frá Sorbonne-háskóla mátti meðal annars sjá þessar bækur eftir íslensku höfundana Arnald Indriðason, Ragnar Jónasson og Lilju Sigurðardóttur. Á öðrum stað í búðinni var til sýnis á borði bókin D'ailleurs, les poissons n'ont pas de pieds eftir Jón Kalman Stefánsson.


Sjálfur Sorbonne-háskóli lætur ekki mikið yfir sér við rue des Écoles.Hér sést úr blómum skrýddum Luxemborgar-garðinum upp að Panthéon sem hýsir líkamsleifar Frakka í heiðursgrafreit. Byggingin stendur á bak við Sorbonne-háskóla.Öldungadeild franska þingsins situr í Luxemborgar-höllinni.
Allir stólar voru uppteknir í Luxemborgar-garðinum þar sem fólkið naut sólar. Þarna sést Eiffel-turninn í fjarska. Hér fyrir neðan er myndavélinni beint yfir Luxemborgar-garðinn í áttina að Montparnasse-turninum. Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar lofaði frambjóðandi mið-hægri manna að láta rífa þetta ljóta mannvirki næði hann kjöri. Því miður sigruðu sósíalistar.
Þegar gengið er út úr Luxemborgar-garðinum við hlið hallarinnar sem hýsir öldungadeildina má sjá þetta listaverk sem rekur uppruna sinn til ársins 1630.