25.8.2019 15:22

Farið um í Wroclaw

Um þessar mundir er 75 manna hópur MR-stúdenta '64 á ferð um Wroclaw, fjórðu stærstu borg Póllands.

Um þessar mundir er 75 manna hópur MR-stúdenta '64 á ferð um Wroclaw, fjórðu stærstu borg Póllands. Borgin hét áður Breslau og í síðari heimsstyrjöldinni voru 98% hennar Þjóðverjar. Í stríðslok var sneið skorin af Póllandi, Slesía, og gerð að hluta Póllands. Þjóðverjar hurfu á braut og Pólverjar settust að í borginni undir stjórn rússneska hernámsliðsins.

Saga Wroclaw spannar rúmlega 1.000 ár og segir að borgin sameini innan múra sinna minjar um átakasögu í Evrópu þar sem tekist hefur verið á í nafni næstum allra evópskra trúarbragða, menningar- og stjórnmálastrauma. Borgin var hluti pólska kongungsríkisins, konungsríkis Bæheims, konungsríkis Habsborgar, Prússlands og Þýskalands. Wroclaw varð hluti Póllands að nýju árið 1945 vegna landamærabreytinga eftir síðari heimsstyrjöldina sem „leiddu til næstum algjörrar útskiptingar á íbúunum“ segir í Wikipediu.

Í ágúst 1945 voru þýskir íbúar borgarinnar 189.500 og pólskir 17.000. Þjóðverjarnir voru hraktir á brott en nú búa um 640.000 manns í borginni.

Wroclaw er háskólaborg með um 130.000 stúdenta sem setja svip á borgarlífið og þá sem aðstoða okkur ferðamennina. Wroclaw-háskóli hét áður Breslau-háskóli og frá upphafi 20. aldar hafa komið þaðan níu Nóbelsverðlaunahafar.

Hér eru nokkrar ljósmyndir teknar í borginni og í tveimur af fjölmörgum kirkjum hennar.

IMG_9058Fljótið Oder rennur um Wroclav og skiptir henni í bogarhluta en einnig eyjar. Álíka langt er frá Wroclav til Berlínar, Eystrtasaltsins og Prag, um 350 km. Allir eiga þessir staðir mikið undir vatnaleiðum og samgöngum á þeim.

IMG_9038Kirkjusókn er góð í Póllandi.

IMG_9031Þessi barokkkirkja í gamla háskólahverfinu stóð af sér síðari heimsstyrjöldina þegar allt 70% borgarinnar urðu rústir einar.

IMG_9025Markaðstorgið í Wroclaw er með þeim stærstu í Evrópu.

IMG_9050Að baki þessa sunnudagsmarkaðar er Hundrað ára höllin, Jahrhunderthalle,  Adolf Hitler og fleiri leiðtogar Nazista héldu ræður á fjöldafundum í höllinni.

Friðrik Vilhjálmur III. Prússakonungur flutti ræðu í Breslau 10. mars 1813 og hvatti Prússa og þýsku þjóðina til að rísa upp og hrista af sér hernám Napóleons. Með ræðunni stofnaði konungurinn Járnkrossinn, orðuna sem síðan varð kunn um heim allan. Í október 1813 sigruðu Þjóðverjar Napóleon í Leipzig. Risavaxin höllin í Breslau (Wroclaw) var hluti þess sem gert var til að minnast 100 ára afmælis orrustunnar í Leipzig og dregur hún nafn sitt af því. Þjóðverjar kölluðu byggingina Hundrað ára höllina, Jahrhunderthalle. Rússar breyttu nafninu í Höll alþýðunnar. Árið 2005 ákváðu Pólverjar að taka upphaflega nafnið upp að nýju, Hundrað ára höllin fór á heimsminjaskrá UNESCO árið 2006.

IMG_9021Það er handagangur í öskjunni á matvælamarkaði Wroclaw.