17.11.2023 8:46

Faraldurinn breytti Brussel

Á vefsíðum segir að fáar evrópskar borgir hafi mátt þola jafnmikið og Brussel vegna faraldursins. 

Þegar rætt er við íbúa í Brussel um umskipti í borginni vegna COVID-19 heimsfaraldursins eru þeir sammála um að mikil breyting hafi orðið á henni vegna hans.

Sá sem oft heimsækir borgina sér að miklum umferðaræðum í hjarta hennar hefur verið breytt í göngusvæði. Hjólabrautir hafa verið lagðar með því að þrengja miklar umferðaræðar. Þar sem áður var heimilt að aka á allt að 90 km hraða á breiðgötum er nú bannað að fara hraðar en 50 km og utan slíkra gatna er hraðinn 30 km og allt niður í 10 km.

Á vefsíðum segir að fáar evrópskar borgir hafi mátt þola jafnmikið og Brussel vegna faraldursins. Sjúkrahús fylltust og dánartíðni var há. Lokunarreglur voru mjög strangar.

Þar sem áður voru mannlausar götur og lokaðir veitingastaðir er nú blómstrandi, alþjóðlegt mannlíf að nýju.

Fyrir faraldurinn var mjög lítið um að Brusselbúar gætu stundað vinnu sína að heiman. Nú sýna kannanir að 97% fyrirtækja í Brussel bjóða starfsfólki sínu að stunda fjarvinnu frá heimilum sínum. Er þetta hlutfall mun hærra er almennt gerist í Belgíu. Kannanir sýna einnig að Brusselbúar nýta sér þetta að meðaltali 1,7 dag í viku en meðaltalið í landinu er 1,3 dagur.

Hver áhrif þessarar þróunar verða er óvíst en hún hefur þegar mótað skipulag innan dyra í skrifstofuhúsum þar sem opin rými taka við af lokuðum og leitast er við að skapa einnig heimilisleg samrými.

EFTA House var formlega opnað í Brussel 23. maí 2022. Þar hafa EFTA-skrifstofan, Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og Uppbyggingarsjóður EFTA aðsetur en voru áður á þremur ólíkum stöðum. Um 250 starfsmenn eru hjá þessum stofnunum undir merkjum EFTA.

Húsið er nýtt og reist samkvæmt ströngum umhverfisvænum stöðlum, bjart og einstaklega vistlegt innan dyra. Við allar innréttingar og skipulag er tekið mið af reynslunni vegna faraldursins og stendur starfsfólki til boða að vinna annað hvort að heiman eða koma í opin rými á vinnustað.

Keppi vinnustaðir framtíðarinnar um starfsfólk eftir því hvort þeir eru hannaðir eftir umhverfiskröfum og á bjartan, hlýlegan og heimilislegan hátt skorar EFTA-húsið hátt. 

IMG_8629Frá Grand Place og gamla ráðhúsið í Brussel.

IMG_8730

Ingqnguriinn í EFTA House, glæsilega nútímabyggingu.


IMG_8738Gluggar gamallar skrifstofubyggingar í hjarta Brussel að morgni föstudags 17. nóvember. Eru dagar slíkra bygginga taldir?