3.12.2018 9:56

Eilífur áhugi á van Gogh

Fréttin minnir á að allt sem varðar þá van Gogh bræður þykir fréttnæmt og forvitnilegt.

Í Morgunblaðinu í morgun (3. desember) birtist þessi frétt:

„Í marga áratugi hefur verið talið að tvær ljósmyndir væru til sem sýndu hollenska listmálarann dáða Vincent van Gogh (1853-1890). Hann væri 13 ára gamall á annarri en 19 ára á hinni. Nú telja sérfræðingar Van Gogh-safnsins í Amsterdam sem rannsakað hafa myndirnar fullvíst að sú fyrrnefnda sýni ekki Vincent heldur Theo bróður hans. Þeir bræður voru afar nánir og hélt Theo, sem var listmunasali og fjórum árum yngri, Vincent uppi á fullorðinsárum og reyndi að selja málverk hans, með litlum árangri. Theo lést aðeins um sex mánuðum á eftir bróður sínum, 33 ára að aldri, ekkja hans erfði listaverkasafn Vincents.

Vincent var ljósmyndafælinn og nú er einungis til þessi eina ljósmynd sem talið er fullvíst að sýni hann, þá 19 ára gamlan. Hins vegar eru til allnokkrar ljósmyndir af Theo og rýndu sérfræðingarnir í þær þegar þeir sannfærðust um að fyrrnefnd mynd væri í raun af honum. Hún hefur þó birst í fjölmörgum bókum undanfarna hálfa öld sem mynd af Vincent.

Langafabarn Theos, Willem van Gogh, er ánægður með að botn hafi fengist í málið. »Það er mikilvægt að arfleifð Vincents van Gogh sé rétt og þessi rannsókn er þar mikilvægt framlag,« er haft eftir honum í The Guardian.“

Fréttin minnir á að allt sem varðar þá van Gogh bræður þykir fréttnæmt og forvitnilegt.

Htetta-var-brodir-minn

Nú í haust gaf bókaútgáfan Ugla út bókina Þetta var bróðir minn … eftir Judith Perrignon í þýðingu Rutar Ingólfsdóttur.

Bókin er skrifuð til að færa tvær dagsetningar nær hvor annarri: 29. júlí 1890 — andlát Vincents van Goghs, 37 ára, og 25. janúar 1891 — andlát bróður hans Théos, 34 ára. Í bókarkynningu segir:

„Judith Perrignon fékk að láni rödd og minningar yngri bróðurins til að skrifa sögu sem sögð er aftur á bak og bregður upp mögnuðum myndum úr örlagaríku lífi hins heimsfræga listmálara.

Franski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Judith Perrignon hlaut bókmenntaverðlaunin Marianne árið 2007 fyrir þessa einstöku bók.“

Tinns Rós Þorsteinsdóttir segir um bókina á vefsíðunni Lestrarklefinn:

„Þótt að lesandinn viti lítið um listasögu eða um líf og list Vincents hugsa ég að honum geti fundist lesningin afskaplega áhugaverð. Þeir sem telja sig vita margt ættu alls ekki að sleppa því að lesa hana því það er neflilega stór munur á goðsögninni sem gerð hefur verið úr honum og manninum sem hann í raun var. Þetta er saga um Vincent sem bróður.“

         1-getFile.phpThéo

      2getFile.phpVincent 19 ára