9.6.2019 10:59

Diddú og drengirnir að Kvoslæk

Menningarstarf sumarsins hafið að Kvoslæk í Fljótshlíð.

Í gær, laugardaginn 8. júní, komu Diddu og drengirnir og héldu tónleika hjá okkur Rut í Hlöðunni að Kvoslæk. Hópurinn hefur starfað síðan 1997. Hann var settur saman til að leika og syngja á tvennum aðventutónleikum, í Reykholti og í Mosfellskirkju. Síðan hefur hann efnt til 22. aðventutónleika í Mosfellskirkju. Hópurinn hefur komið fram víða hér á landi og í Evrópu og Kanada. Hann hefur gefið út tvo geisladiska.

Næsti viðburður að Kvoslæk er sunnudaginn 23. júní kl. 15.00. Þá verður leiklestur úr Stílæfigunum eftir franska rithöfundinn Raymond Queneau í þýðingu Rutar. Sveinn Einarsson stýrir en leikararnir Brynhildur Guðjónsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Arnar Jónsson og Þór Túliníus lesa.

Einar Jóhannesson, Sigurður Yngvi Snorrason og Anna Guðný Guðmundsdóttir leika á klarinett og píanó tónlist sem samin er við verkið.

Nokkrar myndir af tónleikum Diddú og drengjanna fylgja. Þá efstu tók ég en hinar Íslófur Gylfi Pálmason:

61997949_10211165012360462_4911648948151648256_n

Allir risu á fætur og tóku undir Í Hlíðarendakoti eftir Fljótshlíðinginn Þorstein Erlingsson. Minningarlaundur er um hann hér fyrir innan Kvoslæk.

IMG_2003

Diddu, Sigrún Hjálmtýsdóttir.

IMG_1998

Kjartan Óskarsson frá Torfastöðum í Fljótshlíð og gekk í barnaskóla á Goðalandi. Hann rakti tengsl drengjanna við Fljótshlíðina.

IMG_2008

Frá hægri: Kjartan Óskarsson klarinett, Frank Hammarin horn, Emil Friðfinnsson horn og Brjánn Ingason fagott.

IMG_2007Frá hægri Sigurður Ingvi Snorrason klarinett og Björn Th. Árnason fagott.