Dapurleg niðurníðsla
Húseignirnar mega muna sinn fífil fegri eftir að þær komust í hendur nýs eiganda. Af mörgu sem fellur undir starfssvið skipulags- og umhverfisráðs Reykjavíkurborgar að þola eða leyfa er þessi niðurníðsla með því dapurlegasta.
Um miðjan janúar afhenti frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, ferðaþjónustufyrirtæki Guðmundar Jónassonar ehf, GJ Travel Iceland, hvatningarverðlaun Ábyrgrar ferðaþjónustu.
Í umsögn dómnefndar sagði að Guðmundur Jónasson ehf - GJ Travel hefði í 94 ár verið leiðandi í ábyrgri ferðaþjónustu með virðingu fyrir íslenskri náttúru að leiðarljósi. Um árabil hefði fyrirtækið lagt áherslu á að lágmarka kolefnisspor, styðja við nærsamfélagið og tryggja öryggi gesta og starfsmanna.
Taldi dómnefndin að ábyrgir og sjálfbærir rekstrarhættir endurspegluðust í öllu sem fyrirtækið tæki sér fyrir hendur og væri sjálfbærnin fléttuðinn íí starfsmannamenningu fyrirtækisins þar sem starfsfólk fengi reglulega þjálfun og kæmi að því að móta stefnu fyrirtækisins. Lögð væri rík áhersla á öryggismenningu innan fyrirtækisins sem dómnefnd lagði til grundvallar í sínu máli.
Fyrirtækið var stofnað árið 1931 af Guðmundi Jónassyni, sem var frumkvöðull í íslenskri ferðaþjónustu. Hann hóf rekstur með því að aka ferðamönnum um landið á tímum þegar vegakerfið var lítið þróað og aðgengi að náttúruperlum takmarkað. Guðmundur smíðaði og breytti ökutækjum til að standast erfiðar aðstæður íslenskrar náttúru og lagði þannig grunn að skipulagðri ferðamennsku á Ísland..
GJ Travel hefur nú myndarlegar höfuðstöðvar í Vesturvör í Kópavogi eftir að það seldi húseignir við Borgartú,n þar á meðal nokkurra hæða hús sem snýr að Kringlumýrarbraut en þar var rekið gistiheimili á sínum tíma.
Húseignirnar mega muna sinn fífil fegri eftir að þær komust í hendur nýs eiganda eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Af mörgu sem fellur undir starfssvið skipulags- og umhverfisráðs Reykjavíkurborgar að þola eða leyfa er þessi niðurníðsla með því dapurlegasta. Myndirnar tala sínu máli: