6.7.2023 9:50

Dagskrárvald í þágu hugsjóna

Hér skulu nefnd tvö nýleg dæmi um það þegar forystumenn Sjálfstæðisflokksins taka dagskrárvaldið í sínar hendur og breyta „umræðunni“.

Lesandi þessarar síðu sagði í nýlegu bréfi að á menntaskólaárum sínum hefði hann staðið fyrir fundi með Geir Hallgrímssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins.

Bauð hann samnemendum sínum í MH á fundinn sem reyndist vel sóttur. Óttaðist fundarboðandi að sótt yrði að Geir þar sem ákafir vinstrisinnar, jafnvel „hreinir kommúnistar“, voru í hópi fundarmanna.

Geir flutti langa ræðu og lagði megináherslu á grunngildi Sjálfstæðisflokksins en nefndi lítið árangur flokksins fram til þess tíma. Þeim mun frekar ítrekaði hann grunngildin: frelsi til athafna, ráðrúm fyrir þróttmikla einstaklinga til athafna með ágóðavon sem hvatningu til dáða en að lokum heildinni til hagsældar, frelsi til skoðanaskipta og mikilvægi hófstillingar og rökstuðnings. Meginstefið í allri ræðunni var: frelsi til athafna heildinni til heilla!

Bréfritari segir að ræðan hafi fallið fundarmönnum vel í geð og ekki hafi orðið neitt uppnám á fundinum. Ungt fólk hafi haft áhuga á að kynnast hugsjónum og komi til fylgis við þær. Hann spyr hvort nokkur flokkur bjóði betur þegar hugað sé að grunnstefnu þeirra en Sjálfstæðisflokkurinn og segir:

„Sjálfstæðisflokkurinn er einmitt með þær hugsjónir sem ungu fólki eru að skapi. En ungt fólk veit upp til hópa ekki hverjar þær eru, tengir hann oftar en ekki við hagsmunagæslu o. s. frv.

Eitt annað í framhjáhlaupi. Flokkurinn á að segja að fyrra bragði hvað það er hverju sinni en láta ekki vinstri flokkunum það eftir og benda svo á flokkinn, sem þá kemst í varnarstöðu eins og skömmustulegt barn. Sá sem setur sjálfur það sem að er hverju sinni upp á borð er með dagskrárvaldið. Þá fara hinir í vörn. Hvernig í ósköpunum er hægt að fá forystu flokksins til að skilja þetta? Fylgistap núna skýrist að miklu leyti af þessu.

Samantekt: hugsjónir og dagskrárvald! Um það snýst málið frá mínum bæjardyrum séð...“

Imagesfff

Hér skulu nefnd tvö nýleg dæmi um það þegar forystumenn Sjálfstæðisflokksins taka dagskrárvaldið í sínar hendur og breyta „umræðunni“:

Bjarni Benediktsson flokksformaður breytti umræðunum um útlendingamál þegar hann sagði að stöðva yrði hömlulaus ríkisútgjöld vegna hælisleitenda. Andstæðingar flokksins þola ekki að um málið sé rætt á þessum forsendum, raunar ekki á neinum neikvæðum forsendum þrátt fyrir næsta stjórnlaust ástand á landamærunum. Hlálegar tilraunir voru gerðar til að kenna Sjálfstæðisflokknum um ástandið. Beri flokkurinn sök felst hún í að

hafa gefið of mikið eftir í þessum málaflokki á alþingi, þar sem til dæmis þingmenn Viðreisnar hrópa mest gegn andófsræðum sjálfstæðismanna.

Óli Björn Kárason, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, lýsti afdráttarlausu vantrausti á vinnubrögð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra við frestun hvalveiða. Veiti alþingismenn ekki aðhald þegar staðið er að stjórnsýslu eins og þar birtist eiga þeir lítið erindi á þing. Umræður breyttust og enginn veit enn til hvers þær leiða. Óvissa er um fleira en eldgos.

Stjórnmálaflokkar dafna ekki nema þeir beiti dagskrárvaldi í þágu hugsjóna sinna. Það er rétt hjá bréfavini bjorn.is að sjálfstæðismenn eiga að beita þessu valdi