29.8.2022 10:12

Bragð er að....

Ekki er undarlegt að gamla Samfylkingarþingmanninum, ESB- og evrusinnanum á Fréttablaðinu þyki þetta þunnur þrettándi.

Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, skrifar 27. ágúst leiðara um framboð Kristrúnar Frostadóttur formannsefnis Samfylkingarinnar:

„Og þess er nú beðið að hún gefi með afgerandi hætti upp afstöðu sína í Evrópumálum, þar á meðal hvort hún sé eindreginn talsmaður Evrópusambandsaðildar og upptöku evrunnar. Hún þarf líka að tala undanbragðalaust um viðhorf sín til umhverfismála, svo sem hvernig stjórnvöld og atvinnulíf eigi að takast á við loftslagsvána.“

FarJCEIWIAANLL5Myndin birtist á opinberri samfélagssíðu Kristrúnar Frostadóttur um formannsframboð hennar. Hún er uppljómuð og upphafin í Iðnó 19. ágúst 2022. Ekki að tilefnislausu var hún sögð krýnd til formanns.

Eftir framboðstilkynninguna var Kristrún spurð um stefnumál: Aukin útgjöld til heilbrigðismála, var svarið. Ekki er undarlegt að gamla Samfylkingarþingmanninum, ESB- og evrusinnanum á Fréttablaðinu þyki þetta þunnur þrettándi.

Bragð er að þá barnið finnur.