1.10.2022 10:28

Blaðamennska eða almannatengsl?

Hér sést stundum bregða fyrir í meginmiðlum frásögnum af lögreglurannsókninni sem mikið er rædd á samfélagsmiðlum og snýr að stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra.

jölmiðlun verður sífellt margbrotnari með nýrri tækni. Þeir sem nota jaðaraðferðir til að kynna skoðanir sínar hafa meiri áhrif en birtist í þeim miðlum sem almennt teljast meginstoðir fjölmiðlunar í hverju landi.

Nú taka samsæriskenningasmiðir á jaðrinum flugið vegna sprenginganna á þremur rörum af fjórum í rússnesku Nord Stream 1 og Nord Stream 2 gasleiðslunum. Ein kenningin er að Joe Biden Bandaríkjaforseti standi að baki skemmdarverkunum!

Hér sést stundum bregða fyrir í meginmiðlum frásögnum af lögreglurannsókninni sem mikið er rædd á samfélagsmiðlum og snýr að stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra og birtingu á efni sem þar var að finna.

C8209681C9C5C4DAFA0BA35A9D8D5C07FF5DB575513BDC8ECF44FB781836D453_713x0Páll Steingrímsson skipstjóri.

Páll Vilhjálmsson hefur fylgt þessu máli eftir á skipulegan hátt mánuðum saman. Hann segir á bloggsíðu sinni í dag (1. október) frá því að málið hafi ratað inn á miðla Torgs ehf. fyrir tilstuðlan Björns Þorlákssonar blaðamanns sem sé er tengdur sakborningi í málinu fjölskylduböndum. Páll segir :

„Björn Þorláksson reynir að færa kastljósið frá sakborningum [fjórum blaðamönnum] yfir á stjórnmálamann og embættismann. Hvorki Bjarni [Benediktsson] né Páley [Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra] nenntu að svara bullinu í Birni og þá skrifar hann: ,,Fréttablaðið hefur ítrekað leitað viðbragða hjá Bjarna og Borgeyju vegna gagnrýninnar, án árangurs."

Þetta er beint upp úr handbók RÚV. Gera fólk tortryggilegt sem ekki gefur kost á viðbrögðum við þvættingi. Sakborningar fá drottningarviðtal til að slengja fram ásökunum, handlangarinn gerir orð og ásakanir sakborninga að sínum. Heimtar svo viðbrögð. Þessi ósvífnu vinnubrögð hafa stöðugt færst í aukana á seinni árum. Ástæðan er augljós. Blaðamenn telja sig handhafa almannavalds og það vald hefur stigið þeim til höfuðs. Þeir deila út sýknu og sekt eftir hentugleikum og brjóta lög þegar þeim sýnist. Afleiðingin sést í RSK-sakamálinu [það er rannsókninni á símaþjófnaðinum] þar sem blaðamenn eru sakborningar vegna brota á hegningarlögum.

Björn starfar eins og almannatengill og notfærir sér stöðu sína sem blaðamaður á Fréttablaðinu að mylja undir skjólstæðinga sína.

Lygarar til leigu, kölluðu blaðamenn almannatengla á síðustu öld. Nú er enginn munur á blaðamönnum og almannatenglum. Jú, reyndar sá að blaðamenn eru flestir hverjir á ríkisframfæri en almannatenglar yfirleitt á launum umbjóðenda. Að því leyti eru þeir heiðarlegri.“

Þessi frásögn sýnir það sem hér hefur áður verið sagt að af hálfu blaðamannanna fjögurra er markvisst unnið að því að færa þetta mál úr farvegi réttarkerfisins yfir á svið stjórnmálanna. Rannsóknin verður ekki stöðvuð nema lögfræðingar sakborninganna hafi til þess haldbær rök. Þau hafa greinilega ekki verið lögð fram. Rannsóknin hefur meðal annars dregist á langinn vegna þess að hún hefur árangurslaust verið kærð, dómarar viðurkenna einfaldlega ekki rök verjenda blaðamannanna. Björn Þorláksson breytir þar engu þó hann skýri frá því að Bjarni Benediktsson eða Páley Borgþórsdóttir virði hann ekki viðlits. Til þess hafa þau fullan rétt.