Áslaug Arna til formennsku
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir alþingismaður tilkynnti í dag á mjög fjölmennum fundi í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll að hún gæfi kost á sér til formennsku í Sjálfstæðisflokknum.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir alþingismaður tilkynnti í dag á mjög fjölmennum fundi í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll að hún gæfi kost á sér til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Var ræðu hennar og tilkynningu fagnað innilega af fundarmönnum.
Fundurinn var boðaður klukkan 13.00 og um 13.15 setti Orri Hauksson hann, bauð fundarmenn velkomna, kynnti Áslaugu Örnu og gaf henni orðið. Undir lok ræðu sinnar sagði hún:
„Við Sjálfstæðismenn og raunar þjóðin öll megum engan tíma missa. Á meðan núverandi stjórn er við völd, á meðan borgin er rekin á yfirdrætti, þegar flokkurinn þarf mest á því að halda að fá nýjan kraft og þegar erindið hefur aldrei verið brýnna getum við ekki beðið. Það er þess vegna sem ég býð mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins.“
Var máli Áslaugar Örnu vel tekið og hylltu fundarmenn hana með langvinnu lófataki.
Áslaug Arna flytur ræðu sína 26. janúar 2025.
Hér eru myndir sem gefa til kynna hve margir tóku þátt í þessum sögulega fundi.
Þá fylgja tvær myndir sem sýna að sólin hækkar á lofti:
Þessi mynd er tekin við Bústaðaveg sunnudaginn 5. janúar kl. 11.45
Hér mynd tekin klukkan 11.00 sunnudaginn 26. janúar. Á þremur vikum hefur sólin hækkað svona mikið á lofti - hefði neðri myndin verið tekin 45 mínútum síðar hefði sólin líklega verið horfin úr ramma hennar.