18.7.2020 10:42

Andstæða öskurkynningar

Bókin er sem sagt algjör andstæða við öskurkynninguna sem Íslandsstofa stendur fyrir til að skapa að nýju áhuga ferðamanna á Íslandi eftir COVID-19.

Hér er á ensku kynning á bók eftir A. Kendru Greene sem heitir: The Museum of Whales You Will Never See: Travels Among the Collectors of Iceland

„Welcome to Iceland, a very small nation with a very large number (two hundred and sixty five) of (mostly) very small museums. Founded in the backyards of houses, begun as jokes or bets or memorials to lost friends, these museums tell the story of an enchanted island where bridges arrived only at the beginning of the 20th century, and waterproof shoes only with the second world war. A nation formerly dirt poor, then staggeringly rich, and now building its way to affluence once again. A nation where, in the remote and wild places, you might encounter still a shore laddie, a sorcerer or a ghost. From Reykjavik's renowned Phallological Museum to a house of stones on the eastern coast; from the curious monsters which roam the remote shores of Bildudalur to a museum of whales which proves impossible to find, here is an enchanted story of obsession, curation, and the peculiar magic of this isolated island.“

9781783785933Bókin hefur fengið lofsamlega dóma bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Til dæmis birtist umsögn um hana í nýjasta tölublaði vikuritsins The Spectator eftir Söru Wheeler. Þar segir að A. Kendra Greene sé bandarískur rithöfundur og listamaður sem hafi unnið við mörg söfn og ást hennar á þeim sé hrífandi. Það hafi verið safnaáhuginn sem varð til þess að hún lagði á sig ferð til Íslands. Þá er vitnað í það sem hún segir um landið:

„I have never kn0wn a place where the boundaries between private collection ans public museum are so profoundly permeable [gegndræpur], so permissive [frjálslegur], so easily trangressed and so transparent as is almost not to exist.“

Hún hrífst með öðrum orðum að því að hér á landi séu flæðið á milli einkasafna og opinberra safna mikið og ekki í sömu föstu skorðunum og víða annars staðar. Megináhugi hennar beinist að sögum og einkum að sögum um tilurð safna. Hún ferðast á milli safnenda á Íslandi eins og titill bókarinnar gefur til kynna.

Sara Wheeler, höfundur umsagnarinnar í The Spectator, er sjálf höfundur ferðabóka, einkum um heimskautaslóðir. Hún segir bókina ljóðræna og tregafulla lýsingu á landi og þjóð.

Að sögn Susan Belsky sem skrifaði um bókina í Library Journal í Bandaríkjanna er hún:

„Not so much a guidebook as a meditation on how museums develop, this book from writer/artist Greene...is a tribute to museums of an island nation with only 333,000 people but more than 265 museums ... For travelers and those interested in museums, collecting, Icelandic history and culture, and a poetic look at the country’s museums.“

Bókin er sem sagt algjör andstæða við öskurkynninguna sem Íslandsstofa stendur fyrir til að skapa að nýju áhuga ferðamanna á Íslandi eftir COVID-19. Hverjum dettur í hug að ætla að laða útlendinga hingað til að öskra á íslensk fjöll?